Guðjón Ármann Guðjónsson sem stýrt hefur Hagvögnum, eina stærsta hópbifreiðafyrirtæki landsins, síðustu sex ár hefur látið af störfum samkvæmt heimildum Túrista. Hagvagnar eru í eigu PAC1501 ehf. en það félag er á vegum framtakssjóðsins Horn III sem er í rekstri Landsbréfa.