Samfélagsmiðlar

Gasið á útleið

Bandarísk stjórnvöld hugleiða að banna gaseldavélar en þær má finna á um þriðjungi heimila í landinu. Ástæðan er sú að að sýnt hefur verið fram á tengsl aukinnar tíðni asma og annarra öndunarfærasjúkdóma við loftmengun frá gaseldavélum innanhúss.

Gaseldun

Neytendaöryggisstofnun Bandaríkjanna (The U.S. Consumer Product Safety Commission – CPSC), sem ákveður öryggisstaðla og getur bannað vörur sem uppfylla ekki kröfur um öryggi neytenda, er að skoða hvernig bregðast eigi við áhrifum gaseldavéla á loftgæði heimila, samkvæmt því sem segir í nýjasta hefti tímaritsins Time. Vísað er þar til Twitter-færslu yfirmanns CPSC frá í janúar þar sem fullyrt er að frá gaseldavélum geti stafað hætta vegna eitraðra loftteguna – jafnvel þegar þær eru ekki í notkun – og að stofnunin skoði möguleg viðbrögð með breytingum á reglum.

MYND: Unsplash / Jason Briscoe

Þessar fréttir vöktu töluverða athygli og var ítrekað af hálfu CPSC að ekki væri verið að boða skyndilega stefnubreytingu, málið þyrfti nákvæma skoðun sem tæki tíma. Ekki stæði til að fara inn á heimili fólks og sækja þangað gaseldavélar heldur yrði nýjum reglum frekar beint að framleiðendum. Í framtíðinni væru þá hugsanlega gerðar kröfur um að ný híbýli væru búin rafmagnseldavélum eða mjög afskastamikilli loftræstingu. 

Umræður um áhrif gaseldunar á heilsufar eru ekki nýjar af nálinni. Fyrir nærri hálfri öld gerðu vísindamenn í Bretlandi könnun sem náði til um 5.000 barna og leiddi hún í ljós að tengsl voru á milli asma og gaseldunar. Niðurstöður nýrrar könnunar voru síðan birtar í desember síðastliðinn í International Journal of Environmental Research and Public Health þar sem ljós kemur að 12% tilvika um asma í bandarískum börnum má rekja til notkunar gaseldavéla á heimilum þeirra. Þau sem eru fyrir með sjúkdóminn eru að sjálfsögðu næmust fyrir áhrifum frá gasbrunanum. 

MYND: Unsplash / Janko Ferlic

Þessar upplýsingar um áhrif gaseldavéla snerta líka kröfuna um jafna stöðu fólks óháð húðlit og uppruna því vitað er að börn af afrískum uppruna eru þrefalt líklegri en hvítir jafnaldrar til að þjást af asma. Veigamikill þáttur í því að minnka neikvæð áhrif gaseldunar er auðvitað að bæta hreinsibúnað og loftræstingu í eldhúsum. En þannig aðgerðir eru ekki á færi þeirra efnaminnstu. 

Meðal þess sem fylgir efnahagsáætlun Bandaríkjaforseta í baráttunni gegn verðbólgu er að allir eiga nú kost á að skipta út gaseldavél fyrir rafmagnseldavél og fá kostnað metinn til skattafrádráttar. Það eru nefnilega ekki aðeins heilsufarsleg rök sem mæla gegn gaseldun heldur er þar um að ræða mikilvægt skref í umhverfismálum – að minnka losun frá brennslu á gasi. Það er einmitt meðal helstu stefnumiða stjórnar Biden, forseta: Að knýja fram breytingar og tækniþróun sem gagnist bæði atvinnulífinu og minnki kolefnisspor. 

Þetta er hinsvegar viðkvæmt mál í veitingageiranum – sérstaklega fyrir ímynd listakokksins. Agjört bann við notkun á gaseldavélum myndi nánast gera út af við eldamennsku sem byggist á snöggum, mjög heitum bruna. Aðrir benda á að gaseldun eigi sér í raun ekki mjög langa sögu í eldhúsum veitingahúsa, eða annars staðar. Sagan nái aðeins um eina öld aftur í tímann. Áður var eldað á vélum sem brenndu kolum, viði – eða mó. En gasið er enn stöðutákn, hluti ímyndar snjalla kokksins. Nú er hugsanlega komið að því að breyta þurfi þeirri ímynd – í þágu umhverfisins og heilsu fólks.  

Nýtt efni
Veitingaþjónusta

Íslenskt atvinnulíf er mjög háð aðfluttu vinnuafli. Það á ekki síst við um ferðaþjónustuna. Umsvif hennar væru mun minni ef ekki kæmu hingað útlendingar þúsundum saman til starfa á ári hverju. Samkvæmt Hagstofunni voru 35.233 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi í júní 2023. Þar af voru um 15.500 útlendingar.  Heildartalan yfir þá sem …

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …