Samfélagsmiðlar

Gasið á útleið

Bandarísk stjórnvöld hugleiða að banna gaseldavélar en þær má finna á um þriðjungi heimila í landinu. Ástæðan er sú að að sýnt hefur verið fram á tengsl aukinnar tíðni asma og annarra öndunarfærasjúkdóma við loftmengun frá gaseldavélum innanhúss.

Gaseldun

Neytendaöryggisstofnun Bandaríkjanna (The U.S. Consumer Product Safety Commission – CPSC), sem ákveður öryggisstaðla og getur bannað vörur sem uppfylla ekki kröfur um öryggi neytenda, er að skoða hvernig bregðast eigi við áhrifum gaseldavéla á loftgæði heimila, samkvæmt því sem segir í nýjasta hefti tímaritsins Time. Vísað er þar til Twitter-færslu yfirmanns CPSC frá í janúar þar sem fullyrt er að frá gaseldavélum geti stafað hætta vegna eitraðra loftteguna – jafnvel þegar þær eru ekki í notkun – og að stofnunin skoði möguleg viðbrögð með breytingum á reglum.

MYND: Unsplash / Jason Briscoe

Þessar fréttir vöktu töluverða athygli og var ítrekað af hálfu CPSC að ekki væri verið að boða skyndilega stefnubreytingu, málið þyrfti nákvæma skoðun sem tæki tíma. Ekki stæði til að fara inn á heimili fólks og sækja þangað gaseldavélar heldur yrði nýjum reglum frekar beint að framleiðendum. Í framtíðinni væru þá hugsanlega gerðar kröfur um að ný híbýli væru búin rafmagnseldavélum eða mjög afskastamikilli loftræstingu. 

Umræður um áhrif gaseldunar á heilsufar eru ekki nýjar af nálinni. Fyrir nærri hálfri öld gerðu vísindamenn í Bretlandi könnun sem náði til um 5.000 barna og leiddi hún í ljós að tengsl voru á milli asma og gaseldunar. Niðurstöður nýrrar könnunar voru síðan birtar í desember síðastliðinn í International Journal of Environmental Research and Public Health þar sem ljós kemur að 12% tilvika um asma í bandarískum börnum má rekja til notkunar gaseldavéla á heimilum þeirra. Þau sem eru fyrir með sjúkdóminn eru að sjálfsögðu næmust fyrir áhrifum frá gasbrunanum. 

MYND: Unsplash / Janko Ferlic

Þessar upplýsingar um áhrif gaseldavéla snerta líka kröfuna um jafna stöðu fólks óháð húðlit og uppruna því vitað er að börn af afrískum uppruna eru þrefalt líklegri en hvítir jafnaldrar til að þjást af asma. Veigamikill þáttur í því að minnka neikvæð áhrif gaseldunar er auðvitað að bæta hreinsibúnað og loftræstingu í eldhúsum. En þannig aðgerðir eru ekki á færi þeirra efnaminnstu. 

Meðal þess sem fylgir efnahagsáætlun Bandaríkjaforseta í baráttunni gegn verðbólgu er að allir eiga nú kost á að skipta út gaseldavél fyrir rafmagnseldavél og fá kostnað metinn til skattafrádráttar. Það eru nefnilega ekki aðeins heilsufarsleg rök sem mæla gegn gaseldun heldur er þar um að ræða mikilvægt skref í umhverfismálum – að minnka losun frá brennslu á gasi. Það er einmitt meðal helstu stefnumiða stjórnar Biden, forseta: Að knýja fram breytingar og tækniþróun sem gagnist bæði atvinnulífinu og minnki kolefnisspor. 

Þetta er hinsvegar viðkvæmt mál í veitingageiranum – sérstaklega fyrir ímynd listakokksins. Agjört bann við notkun á gaseldavélum myndi nánast gera út af við eldamennsku sem byggist á snöggum, mjög heitum bruna. Aðrir benda á að gaseldun eigi sér í raun ekki mjög langa sögu í eldhúsum veitingahúsa, eða annars staðar. Sagan nái aðeins um eina öld aftur í tímann. Áður var eldað á vélum sem brenndu kolum, viði – eða mó. En gasið er enn stöðutákn, hluti ímyndar snjalla kokksins. Nú er hugsanlega komið að því að breyta þurfi þeirri ímynd – í þágu umhverfisins og heilsu fólks.  

Nýtt efni

Íslandsstofa varar við því að ríkið verji minna fé til að kynna og auglýsa Ísland sem áfangastað. Þetta kemur fram í umsögn um tillögu til þingsályktunar um ferðamálastefnu og aðgerðaráætlun til 2030. Um leið og því er fagnað að breyta eigi verklagi þannig að fyrirsjáanleiki verði meiri við markaðssetningu landsins gagnvart neytendum þá bendir Íslandsstofa …

Nú fljúga þotur Easyjet tvær ferðir í viku frá London til Akureyrar og hefur þessari nýjung verið vel tekið af íbúum á Norðurlandi. Það eru nefnilega Íslendingar í meirihluta sætanna um borð sem skýrir afhverju gistinóttum Breta á norðlenskum hótelum hefur lítið fjölgað þrátt fyrir þessa samgöngubót. Fyrir stjórnendur Easyjet skiptir ekki máli hvort það …

Þýski bílaframleiðandinn Mercedes-Benz hefur greint frá því að rafbílnum Vision EQXX hafi á dögunum verið ekið rúmlega 1.000 kílómetra leið frá Riyadh til Dúbæ á einni hleðslu. Meðaleyðslan var 7.4 kílóvattstundir á 100 km. leið. Þetta samsvarar því að bensínbíll eyddi um 0.9 lítrum á 100 km. Ökuleið Vision EQXX lá að sögn framleiðandans um …

„Metnaðurinn hjá hópnum er einstakur og það eru lífsgæði að starfa með jafn öflugu fólki og hér er að finna hjá Play,“ sagði Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins, í tilkynningu um síðustu mánaðamót. Nú liggur fyrir að Birgir mun kveðja samstarfsfólk sitt um næstu mánaðamót, nokkrum dögum fyrir þriggja ára starfsafmæli sitt hjá Play. Frá þessu …

Nefnd Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) sem fjallar um verndun sjávar hóf vikulanga fundalotu í London í morgun þar sem m.a. verður rætt um aðgerðir til að draga úr losun CO2 frá kaupskipaflota heimsins. Vinnuhópur hefur fjallað um þau mál síðustu daga. IMO er stofnun Sameinuðu þjóðanna sem ber ábyrgð á öryggi og vernd skipa og vörnum gegn …

Í tilkynningu sem ráðuneyti sem fer með ríkiskaup Póllands sendi um helgina kemur fram að LOT standi nú frammi fyrir þeirri ákvörðun að halda sig við flugvélar brasilíska framleiðandans Embraer fyrir skemmri flugleiðir eða velja frekar vélar frá Airbus í Frakklandi. Leitað verður til beggja framleiðenda og þeir beðnir um tilboð í smíði 84 flugvéla …

Loftmengun hefur minnkað í Evrópu á síðustu 20 árum, samkvæmt nýrri spænskri rannsókn. Þrátt fyrir þetta sýnir rannsóknin líka að loftmengun víðast hvar í Evrópu er enn yfir heilsufarsmörkum.  Í rannsókninni, sem birtist í Nature, voru mengunartölur skoðaðar á 1.400 svæðum, innan 35 ríkja, þar sem 543 milljónir manns búa.  Þrátt fyrir að enn sé …

„Á tiltölulega skömmum tíma er orðið til öflugt íslenskt lággjaldaflugfélag með framúrskarandi vöru og þjónustu og bjarta framtíð. Virk samkeppni í flugi sem skilar sér í lægri fargjöldum, fjölbreyttum áfangastöðum og verðmætum erlendum gestum er sérstaklega mikilvæg fyrir eyju eins og okkar. Slík samkeppni varðar hagsmuni allra Íslendinga. Ég geng þess vegna ákaflega stoltur frá …