Ákall um hóflegan vöxt

Allir sem töluðu á ráðstefnunni um þjóðhagslegt mikilvægi ferðaþjónustunnar kölluðu eftir hóflegum vexti og það endurómaði í pallborðsumræðum að loknum erindum. „Við þurfum að taka stjórnina á þessum áfangastað," sagði Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður SAF.

Pallborðsumræður á ráðstefnunni um þjóðhagslegt mikilvægi ferðaþjónustunnar MYND: Sigurjón Ragnar

Ekki var lagt upp með það á ráðstefnu menningar- og viðskiptaráðuneytis, í samstarfi við Ferðamálastofu og Samtök ferðaþjónustunnar, að tefla fram öndverðum sjónarmiðum um það hvernig staðið hefur verið að uppbyggingu ferðaþjónustu á Íslandi - eða um það hvert við eigum að stefna. Áhersla var lögð á eindregni hagsmunaaðila um megindrætti væntanlegrar ferðamálastefnu: stuðla að hóflegum vexti í greininni, vinna að sjálfbærni - en auka samt verðmætasköpun. Það skrifuðu allir undir þetta á ráðstefnunni í Hörpu 22. mars. Á ráðstefnu eins og þessa mæta fulltrúar fyrirtækja og hagsmunaaðila í greininni og vafalaust vilja gestgjafar forðast átök eða hörð skoðanaskipti - að bent sé á sökudólga, þá sem þurfa að bæta sig. Eru kannski allir sammála?

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.