Samfélagsmiðlar

Breytt viðhorf kínverskra ferðamanna

Spáð er hægum efnahagsbata í Kína á árinu. Líklegt er að fleiri en fyrir heimsfaraldur ferðist innanlands. Tæland var vinsælasti áfangastaður Kínverja á fyrstu mánuðunum. Líklegt er að færri Kínverjar en áður heimsæki París, Madríd og Feneyjar - en fleiri kjósi náttúruskoðunarferðir.

Asískt fólk í Feneyjum

Asíubúar í Feneyjum

Það má lesa margt um stöðuna í heimsbúskapnum og greina pólitískt spennustig í farsæld ferðaþjónustu á hverjum tíma. Nú á fyrri helmingi ársins 2023 er margt að færast í það horf sem var fyrir heimsfaraldur en það vantar enn dálítið upp á endurheimtina. Staðan er viðkvæm. Evrópubúar gengu í gegnum erfiðan vetur vegna verðhækkana á orku og lífsnauðsynjunum, sem rekja má til stríðsreksturs Rússa í Úkraínu. Kínverjar, Japanar og margar aðrar Asíuþjóðir stigu varlega fyrstu skrefin út úr faraldrinum. Hjá þessum þjóðum eru hjólin ekki komin á fullan snúning. Það munar mestu um Kínverjana. Þeirra er saknað í Evrópu þó Bandaríkjamenn bæti að nokkru upp tekjumissinn sem fylgir hægri endurkomu Kínverja á ferðamarkaðinn. En það er ekki nóg með að Kínverjar eigi erfitt með að finna sæmilega hagstæð flugfargjöld – eða bara farmiða yfirleitt – þeir eru sjálfir að takast á við efnahagslægð heimafyrir. 

Götumynd frá Feneyjum – MYND: ÓJ

Staða efnahagsmála í Kína og framtíðarhorfur voru ræddar á ráðstefnu um viðskiptamál, Boao Forum, á eynni Hainan í Kína. Nýr forsætisráðherra Kína,  Li Qiang, sagði Kínverja staðfasta í þeim fyrirætlunum að opna enn frekar þetta næst stærsta hagkerfi heims fyrir fjárfestingum og gera nauðsynlegar umbætur til að örva vöxt. Kínastjórn vill sýna á ný spil á sama tíma og samskipti hennar við Bandaríkin og bandalagsríki þeirra eru stirð vegna stríðs Rússa í Úkraínu.

Efnahagur Kínverja varð fyrir þungu höggi á þeim þremur árum sem kórónaveirufaraldurinn geisaði en nú eru batamerki að koma í ljós. Kínverjar eru þó varfærnir í hagspám og gera aðeins ráð fyrir 5 prósenta vexti þjóðarframleiðslu á árinu. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn og ýmsir aðrir eru þó bjartsýnni fyrir hönd Kínverja. Forsætisráðherrann Li sagði raunar að í mánuðinum sem er að ljúka hafi sést ýmis batamerki: neysla og fjárfestingar hefðu aukist, atvinnustig væri stöðugt og sama væri að segja um verðlag. Allt skiptir þetta máli þegar ferðaþjónustan á Íslandi og Evrópu reynir að meta hvenær búast megi við fleiri kínverskum ferðamönnum – og hver kaupgeta þeirra verður. 

Á Markúsartorgi – MYND: ÓJ

Þó vöxtur í komum kínversku ferðamannanna á Vesturlöndum sé hægari en margir höfðu óskað sér þá koma þeir engu að síður – með einni flugvél af annarri. Þær eru bara of fáar. En ferðavenjur hafa líka breyst eftir faraldur. Kínverjar sækja síður á þessa venjulegu staði sem hafa lokkað þá árum saman: París, Madríd eða Feneyjar. Þeir eru sagðir sækjast meira en áður eftir því að skoða náttúru og njóta meira svigrúms. Þetta eru bein áhrif af heimsfaraldrinum og þeirri innilokun sem fylgdi. Þessi sókn út í náttúruna birtist líka með þeim hætti að Kínverjar ferðist meira en áður um eigið víðfeðma land. Það er ekki lengur þannig að einungis fátæka fólkið ferðist inannlands og þeir ríku fari til útlanda. Miklar framfarir hafa orðið í kínverskri ferðaþjónustu og þeir efnameiri kunna að meta það.

Nýlega hafði CNBC eftir markaðsstjóra Accor-hótelkeðjunnar að þau gerðu ráð fyrir að 70 til 80 prósent kínverskra ferðamanna myndu halda sig innanlands í ár. Auk þess sem margir hafa áhuga á að ferðast fyrst eftir faraldur um heimalandið þá er erfitt að fá flug til fjarlægra heimsálfa. Sætin eru fá og þau eru dýr. Svo gengur útgáfa vegabréfa enn of hægt, eins og Túristi hefur fjallað um. Tælendingar hafa raunar brugðist við þeim vandræðum með því að veita kínverskum ferðamönnum sem geta framvísað vottorðum um fulla bólusetningu á landamærum, og pappíra um ferðatryggingu, heimild til að koma inn í landið. Fyrir vikið er Tæland nú vinsælasti áfangastaður Kínverja. 

Frá Feneyjum – MYND: ÓJ

Áfram er búist við að Kínverjar sækist eftir að ferðast í hópum undir fararstjórn á Vesturlöndum þó að margt ungt fólk vilji feta eitt nýjar slóðir og njóta þess sem borgir hafa að bjóða.

Það er auðvitað ekki hægt að alhæfa um kínverska ferðamenn. Þeir eru svo margir. Það er nægt pláss á kínverska markaðnum fyrir eitthvað nýtt og sérstakt – eitthvað áhugavert og vandað.

Árið 2019 töldust utanferðir Kínverja um 170 milljónir. Ísland þarf ekki stórt brot af slíkum fjölda til að þess gæti verulega í rekstri og afkomu ferðaþjónustufyrirtækjanna. Áhugi Kínverja á að njóta meiri náttúru og svigrúms ætti að lofa góðu fyrir ferðaþjónustuna hér. 

Nýtt efni

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …