Samfélagsmiðlar

Ekki kominn tími til að halla sér aftur

Endurreisn ferðaþjónustunnar eftir heimsfaraldur varð hröð af því að fyrirtækin voru fyrir hendi. Miklir fjármunir töpuðust þrátt fyrir mótvægisaðgerðir en vegna góðrar afkomu á síðasta ári eru horfur betri en ella. Þetta eru meðal niðurstaðna í greiningu KPMG á fjárhagsstöðu ferðaþjónustunnar, sem kynnt var í dag.

Áætlað er að tekjur ferðaþjónustunnar 2022 hafi verið 409 milljarðar króna en árið 2019 voru þær 350 milljarðar. Samkvæmt greiningu KPMG störfuðu 2.180 fyrirtæki í greininni á síðasta ári en þau voru 2.120 árið 2019. Þessi seigla fyrirtækjanna skipti sköpun við endurreisnina í fyrra. Fjöldi gistinátta var 8,8 milljónir en þær voru heldur færri 2019 eða 8,4 milljónir. Um 1,7 milljónir ferðamanna komu til landsins á síðasta ári en fyrir faraldurinn, árið 2019, komu 2,0 milljónir.

MYND: Icelandia / Björgvin Hilmarsson

Ferðaþjónustan tapaði 27 milljörðum króna í heimsfaraldrinum þrátt fyrir mótvægisaðgerðir af hálfu stjórnvalda en náði sér vel á strik arið 2022. Afkoma var góð og fjárhagsstaða greinarinnar því minna áhyggjuefni en áður var talið, sagði Svanbjörn Thoroddsen, sviðsstjóri ráðgjafasviðs KPMG, þegar hann kynnti fjárhagsafkomu ferðaþjónustunnar 2022 í morgun. Hann nefndi þó að stóraukinn vaxtakostnaður gæti orðið erfiður.

Svanbjörn Thoroddsen á fundi í Hörpu á dögunum um þjóðhagslegt mikilvægi ferðaþjónustunnar – MYND: Sigurjón Ragnar

„Stóra spurningin er hvort þessi góða afkoma greinarinnar 2022 sé komin til að vera? Er hægt að gera ráð fyrir því að hægt sé að viðhalda svona góðri afkomu til framtíðar? Það er auðvitað ekki svo.“

Svanbjörn benti á að blikur væru á lofti: Miklar vaxta-, verðlags- og launahækkanir. Leigukostnaður, sem hefði verið frestað í faraldrinum, ætti eftir að bíta á þessu ári og þeim næstu. Þá hefði krónan verið tiltölulega veik 2022 en hún væri að styrkjast og það gæti dregið úr samkeppnishæfni. Svo gæti órói í heimspólitíkinni – ekki síst stríð Rússa í Evrópu – haft áhrif á eftirspurn og þróun greinarinnar. Ýmsar áskoranir blöstu líka við vegna uppbyggingar innviða til að mæta með sjálfbærum hætti ætlaðri fjölgun ferðamanna á næstu árum:

Norðurljós yfir Mývatni - Geo Travel
MYND: Geo Travel

„Að við tryggjum að verið sé að vinna innan þolmarka greinarinnar og samfélagsins í þeirri uppbyggingu sem framundan er.“

Niðurstaðan KPMG er þessi með orðum Svanbjörns Thoroddsens:

„Kannski er ekki alveg kominn tími til að halla sér aftur, segja að við séum komin fyrir vind og allt horfi vel inn í framtíðina. Það eru ýmsar áskoranir þó vissulega sé staðan mun bjartari en horfði við þegar við vorum að fara í gegnum faraldurinn. Það er gríðarlega ánægjulegt að sjá hversu viðreisnin gat orðið hröð og góð – vegna þess að fyrirtækin voru til staðar.“

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …