Fjórir frambjóðendur um þrjú sæti

Túristar í Reykjavík. MYND: ÓJ

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar fer fram í Stykkishólmi á fimmtudaginn í næstu viku og þar verður kosið um þrjú sæti í aðalstjórn samtakanna. Fjögur framboð bárust og þar á meðal er frá Skarphéðni Berg Steinarssyni sem lét af embætti ferðamálastjóra um síðustu áramót. Skarphéðinn rekur ásamt konu sinni Sjávarborg, gistihús og kaffihús í Stykkishólmi.

Rannveig Grétarsdóttir, eigandi Eldingar og Akureyri Whale Watching, er einnig í framboði en hún hefur áður átt sæti í stjórn SAF enda starfað í ferðaþjónustu frá aldarmótum.

Flugfélögin Icelandair og Play eru tvö af langstærstu ferðaþjónustufyrirtækjum landsins og tefla þau fram sitthvorum frambjóðandanum í stjórnarkjörinu. Frá Play er það Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og þjónustu og frá Icelandair Helga Már Björgvinsson, yfirmaður alþjóðasamskipta.

Formannskosning hjá Samtökum ferðaþjónustunnar fer fram annað hvert ár og var umboð Bjarnheiðar Hallsdóttur endurnýjað í fyrra. Þrír meðstjórnendur halda svo sætum sínum í stjórninni í eitt ár til viðbótar.

Á heimsíðu SAF má sjá kynningarmyndbönd frá frambjóðendunum fjórum.

Helgi Már Björgvinsson, Nadine Guðrún Yaghi, Rannveig Grétarsdóttir, Skarphéðinn Berg Steinarsson