Fyrsti forstjórinn snýr aftur

Arnar Már Magnússon, einn af stofnendum Play.

Guðni Ingólfsson var ráðinn framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Play í mars í fyrra og tók hann við stöðunni af Arnari Má Magnússyni, einum af stofnendum flugfélagsins og fyrrum forstjóra. Arnar Már hóf þá að vinna sem flugstjóri hjá Play en lét svo af störfum hjá flugfélaginu um síðustu áramót.

Arnar Már var þó ekki lengi í burtu því í dag var tilkynnt að hann myndi taka við við flugrekstrarsviðinu á ný því eftirmaður hans í því starfi, fyrrnefndur Guðni, hefur sagt starfi sínu lausu.

„Það er mikið tilhlökkunarefni að vinna með öflugum hópi fagfólks á flugrekstrarsviði Play á nýjan leik, fólki sem ég þekki þegar vel. Það hefur gefið mér afskaplega mikið að vinna síðastliðið ár í framlínunni og fljúga okkar glæsilegu og nýju Airbus flugvélum til allra okkar áfangastaða bæði í Norður Ameríku og Evrópu, með frábærum hópi flugfólks bæði í flugstjórnarklefanum og farþegarými. Það eru spennandi tímar fram undan enda mikil uppbygging á komandi mánuðum hjá flugfélaginu sem gaman verður að takast á við með frábæru samstarfsfólki í lofti sem og á jörðu niðri,” segir Arnar Már í tilkynningu.