Það er búist við að komum skemmtiferðaskipa til Íslands fjölgi umtalsvert á næstu árum - ef ekki koma til einhverjar takmarkanir af hálfu yfirvalda. Vænst er 269 skipa í Faxaflóahafnir einar á þessu ári með um 300 þúsund farþega. Margir hafa gagnrýnt komur þessara fljótandi hótela og hafa áhyggjur af álaginu sem fylgir miklum gestafjölda. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, beindi spjótum sínum að mikilli fjölgun skemmtiferðaskipa í viðtali við Túrista í nóvember síðastliðnum: „Við eigum að taka gæði fram yfir magn. Ísland verður aldrei ódýr áfangastaður. Við þurfum frekar en áður að leggja áherslu á að upplifun ferðafólks sé góð og jákvæð – að það fái gæði fyrir peninginn sem það hefur kostað til í Íslandsheimsókn. Nú er verið að spá 30 til 40 prósenta fjölgun í komum skemmtiferðaskipa á næsta ári. Það finnst mörgum vera ansi mikið."
Umræðan hélt áfram um komur skemmtiferðaskipanna í Túrista og víðar. Í síðustu viku ræddi Túristi við Kristófer Oliversson, formann Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, um stöðuna í hótelrekstrinum og helstu áskoranir. Hann sagði að á sama tíma og hótelin skiluðu miklum tekjum í þjóðarbúið í formi skatta slyppu útgerðir skemmtiferðaskipanna vel. Kristófer gagnrýndi stefnuleysi í málum sem varða skemmtiferðaskipin: „Það er bara eitt markmið með þessari uppbyggingu: Að taka á móti fleiri skemmtiferðaskipum." Kristófer sagði ferðamenn af skipunum fylla vinsæla ferðamannastaði sem væru auðlind okkar sem búum á Íslandi. „Við erum til í að deila þeim með ferðamönnum sem skilja eftir miklar tekjur í okkar samfélagi – en við eigum ekki að galopna þær auðlindir fyrir slíkum troðningstúrisma sem skilur lítið eða ekkert eftir í landinu."
Þessi umræða kraumar enn.

Cruise Iceland eru samtök hafna og fyrirtækja sem taka á móti og þjónusta skemmtiferðaskipin. Ingvar Örn Ingvarsson, framkvæmdastjóri samskiptafyrirtækisins Cohn&Wolfe á Íslandi er talsmaður Cruise Iceland.
Er 40 prósenta fjölgun í skipakomum á hverju ári ekki óhófleg fjölgun sem erfitt er að ráða við?
Skráðu þig inn til að lesa
Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.