Samfélagsmiðlar

Handfarangur tefur flugtak

Starfsmannaskortur og meðfylgjandi tafir á flugvöllum leiða til þess að sífellt fleiri láta duga að taka með sér handfarangur í ferðalagið. Það getur hinsvegar tafið flugtak þegar farþegum gengur illa að koma öllum handfarangrinum fyrir.

Farangurshólf

Troðin farangurshólf

Túristi flaug í gegnum Schiphol-flugvöll á dögunum. Kom sér tímanlega inn í Boeing 737-700 vél KLM og setti handfarangur í hólfið fyrir ofan sætið – tösku af þeirri gerð sem Íslendingar kölluðu einu sinni „flugfreyjutösku“ af því að flugfreyjur voru líklega fyrstar til að vera með svona litla tösku á hjólum. Farþegarnir streymdu um borð hver af öðrum og smám saman tók að bera á því að farþegar gátu ekki komið handfarangrinum fyrir nærri sæti sínu. Upphófst þá mikil rekistefna. Flugfreyjur færðu til töskur frá einum hluta vélarinnar til annars og áhyggjusvipurinn hertist á andlitum þeirra farþega sem sáu á bak töskunni sem hefði verið svo gott að hafa nærri sér. Allt þetta vafstur tafði brottför frá Schiphol. Þetta var síðdegis á fimmtudegi og stór hluti farþega vafalaust á leið í langt helgarfrí. 

Farþegar á leið um borð með handfarangur sinn – MYND: ÓJ

Nokkrum dögum seinna endurtók þetta vafstur sig um borð í Airbus 320-vél SAS í Mílanó. Lengstu samningaviðræðurnar voru við hjón sem sátu fyrir framan Túrista en þau voru mjög ósátt við að geta ekki haft handfarangurinn nærri sér. Taskan var reyndar grunsamlega stór og þung. Þau vildu helst hafa töskuna til fóta en það leyfðu flugfreyjurnar ekki. Á endanum var taskan tekin og komið fyrir annars staðar. Flugvélin tók loks á loft. 

Þessi tilhneiging að láta handfarangur duga í stuttar ferðir hefur þessi áhrif um borð í vélunum. Það tekur lengri tíma en ella að koma öllu á öruggan stað. Flugfélögin eru orðin einbeittari í því að reglur um stærð og þyngd handfarangursins séu virtar. Icelandair og Play gefa upp á vefsíðum sínum leyfilega stærð á handtösku og hún má ekki vega meira en 10 kg. Túristi kannast raunar við að hafa verið boðin gjaldfrjáls innritun fyrir handfarangur. Handtaskan er þá sett í lest og það dregur úr vafstrinu um borð fyrir flugtak.

Handfarangursrými flugvéla eru gjarnan yfirfull – MYND: ÓJ

Einhverjum gæti þótt þetta léttvægt umfjöllunarefni en þegar það er skoðað ofan í kjölinn blasir við stærri mynd:

Vandræði við afgreiðslu á farþegum og farangri þeirra hafa farið vaxandi víða eftir heimsfaraldurinn. Hundruð þúsunda ferðataska misfórust á flugvöllum síðasta sumar og voru þau vandræði rakin til skorts á fólki til að sinna afgreiðslu og öryggiseftirliti. Það hefur enn ekki ræst úr þessu mjög víða. Starfsemi á stórum flugvöllum í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi hefur farið úr skorðum vegna skorts á vinnuafli. Eins og við mátti búast hafa félög þessa starfsfólks farið í verkföll og bent á að hækka verði launin til að bregðast við miklu álagi og auka líkur á að fleiri fáist í störfin. Við fréttum af þessum vandræðum á flugvöllum bregst ferðafólk og ákveður að ferðast með lítinn farangur – lætur duga „flugfreyjutöskuna” og litla skjóðu eða bakpoka. Þá sleppur það við að bíða við færibandið – en gæti lent í vandræðum að koma dótinu fyrir ef það fer seint um borð í vélina.

Loks flugtak frá Malpensa – MYND: ÓJ
Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …