Samfélagsmiðlar

Handfarangur tefur flugtak

Starfsmannaskortur og meðfylgjandi tafir á flugvöllum leiða til þess að sífellt fleiri láta duga að taka með sér handfarangur í ferðalagið. Það getur hinsvegar tafið flugtak þegar farþegum gengur illa að koma öllum handfarangrinum fyrir.

Farangurshólf

Troðin farangurshólf

Túristi flaug í gegnum Schiphol-flugvöll á dögunum. Kom sér tímanlega inn í Boeing 737-700 vél KLM og setti handfarangur í hólfið fyrir ofan sætið – tösku af þeirri gerð sem Íslendingar kölluðu einu sinni „flugfreyjutösku“ af því að flugfreyjur voru líklega fyrstar til að vera með svona litla tösku á hjólum. Farþegarnir streymdu um borð hver af öðrum og smám saman tók að bera á því að farþegar gátu ekki komið handfarangrinum fyrir nærri sæti sínu. Upphófst þá mikil rekistefna. Flugfreyjur færðu til töskur frá einum hluta vélarinnar til annars og áhyggjusvipurinn hertist á andlitum þeirra farþega sem sáu á bak töskunni sem hefði verið svo gott að hafa nærri sér. Allt þetta vafstur tafði brottför frá Schiphol. Þetta var síðdegis á fimmtudegi og stór hluti farþega vafalaust á leið í langt helgarfrí. 

Farþegar á leið um borð með handfarangur sinn – MYND: ÓJ

Nokkrum dögum seinna endurtók þetta vafstur sig um borð í Airbus 320-vél SAS í Mílanó. Lengstu samningaviðræðurnar voru við hjón sem sátu fyrir framan Túrista en þau voru mjög ósátt við að geta ekki haft handfarangurinn nærri sér. Taskan var reyndar grunsamlega stór og þung. Þau vildu helst hafa töskuna til fóta en það leyfðu flugfreyjurnar ekki. Á endanum var taskan tekin og komið fyrir annars staðar. Flugvélin tók loks á loft. 

Þessi tilhneiging að láta handfarangur duga í stuttar ferðir hefur þessi áhrif um borð í vélunum. Það tekur lengri tíma en ella að koma öllu á öruggan stað. Flugfélögin eru orðin einbeittari í því að reglur um stærð og þyngd handfarangursins séu virtar. Icelandair og Play gefa upp á vefsíðum sínum leyfilega stærð á handtösku og hún má ekki vega meira en 10 kg. Túristi kannast raunar við að hafa verið boðin gjaldfrjáls innritun fyrir handfarangur. Handtaskan er þá sett í lest og það dregur úr vafstrinu um borð fyrir flugtak.

Handfarangursrými flugvéla eru gjarnan yfirfull – MYND: ÓJ

Einhverjum gæti þótt þetta léttvægt umfjöllunarefni en þegar það er skoðað ofan í kjölinn blasir við stærri mynd:

Vandræði við afgreiðslu á farþegum og farangri þeirra hafa farið vaxandi víða eftir heimsfaraldurinn. Hundruð þúsunda ferðataska misfórust á flugvöllum síðasta sumar og voru þau vandræði rakin til skorts á fólki til að sinna afgreiðslu og öryggiseftirliti. Það hefur enn ekki ræst úr þessu mjög víða. Starfsemi á stórum flugvöllum í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi hefur farið úr skorðum vegna skorts á vinnuafli. Eins og við mátti búast hafa félög þessa starfsfólks farið í verkföll og bent á að hækka verði launin til að bregðast við miklu álagi og auka líkur á að fleiri fáist í störfin. Við fréttum af þessum vandræðum á flugvöllum bregst ferðafólk og ákveður að ferðast með lítinn farangur – lætur duga „flugfreyjutöskuna” og litla skjóðu eða bakpoka. Þá sleppur það við að bíða við færibandið – en gæti lent í vandræðum að koma dótinu fyrir ef það fer seint um borð í vélina.

Loks flugtak frá Malpensa – MYND: ÓJ
Nýtt efni

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …