Samfélagsmiðlar

Herbergið verður ekki þrifið í dag

Það verður sífellt algengara vestanhafs að hótelherbergi séu ekki þrifin daglega nema að gesturinn óskir þess og sé tilbúinn að greiða aukalega fyrir það. Margir gestir óska þess að fá að vera í friði með sitt dót og telja sig vera að leggja umhverfinu lið með því að hafna þrifum. Hótelin spara tilkostnað en verkalýðsfélög mótmæla.

Meðal þess sem Bandaríkjamenn upplifðu í upphafi Covid-19 var að mörg hótel þrifu aðeins herbergi við brottför gesta. Ekki var farið inn á herbergi á meðan á dvölinni stóð en þau þrifin þegar gestirnir voru farnir – og herbergin voru jafnvel látin standa auð í sólarhring áður en næstu gestum var hleypt inn. Svo kom auðvitað að því í faraldrinum að hótelunum var hreinlega lokað.

The New York Times segir frá því að nú þegar ferðalög séu hafin að nýju og búist sé við að nýtingarhlutfall á hótelum í Bandaríkjunum verði 64 prósent á þessu ári – aðeins tveimur prósentum undir því sem var fyrir faraldurinn – virðist dagleg herbergjaþrif ekki vera sjálfgefin frekar en fimm daga vinnuvika og prentaðir matseðlar á veitingahúsum. Heimurinn breyttist með Covid-19.

MYND: MK.S / Unsplash

Nú er svo komið að gestir á hótelum sem tilheyra keðjum á borð við Hilton, Marriot og Sheraton þurfa að biðja sérstaklega um það fyrirfram ef þeir vilja láta þrífa herbergi sín daglega á meðan dvöl stendur. Nú er sjaldgæft að þurrkað sé af og skipt um sængurver hjá gestum sem gista aðeins eina eða fáar nætur. Marriot sem er með 30 hótelkeðjur undir sínum væng og meira en átta þúsund hótel í 139 löndum kynnti þessa nýju háttu fyrir fjárfestum í síðasta mánuði. Nú þarf fólk að borga meira vilji það fá þjónustu sem áður þótti sjálfsögð. Aðeins á dýrustu hótelunum, eins og á Ritz-Carlton, verður ekki rukkað sérstaklega fyrir þessi daglegu þrif. Gestir borga líklega nóg samt fyrir herbergin. Í næsta flokki fyrir neðan verður áfram innifalið að lagað sé til á herbergjum. Það á við um hótel eins og á Sheraton og Le Méridien. Á ódýrari hótelunum þarf að borga sérstaklega fyrir það ef gestir vilja skipt sé á rúmum og herbergi þrifið. Hilton-keðjan ætlar að feta svipaða slóð – bjóða gestum að velja hversu mikið eigi að þrífa hjá þeim og borga í samræmi við þjónustustigið.

Þetta er svo sem ekkert nýtt. Um árabil hefur hótelgestum verið bent á að með því að hengja upp handklæði eftir sturtuna sé verið að hlífa náttúrunni við mengandi þvottaefnum og eitthvað hefur verið um það að gestum standi til boða að fá afslátt af mat og drykk ef þeir sætta sig á móti við minni herbergisþrif. Það sem skýrir þessa þróun er vaxandi kostnaður, skortur á starfsfólki, vaknandi umhverfisvitund – en líka það að stöðugt fleiri gestir vilja bara fá að vera ótruflaðir með sitt dót á hótelherberginu.

The New York Times hefur eftir Chekitan Dev, prófessor í hótelstjórnun við Cornell-háskóla, að þessar breytingar séu merki um fráhvarf frá verkefnadrifinni nálgun þegar farið var í verkin í fyrirfram ákveðinni rútínu yfir í það að mæta betur þörfum gestanna sjálfra – þjónustan sé mótuð af óskum þeirra. Með þessu móti megi fækka kvörtunum, auka ánægju og lækka kostnað. Þetta ætti að geta verið í allra þágu: þau sem vilji mikil þrif geti óskað þess, hinir sem vilji fá að vera í friði verði ekki truflaðir. Prófessorinn segir allt eins líklegt að í framtíðinni bjóðist að kaupa gistingu á herbergjum sem verði bara alls ekki þrifin á meðan dvalið er í þeim.

MYND: Morgan Lane / Unsplash

Augljóslega fellur fólki misvel við þessa nýju hætti, það kann því illa að þurfa að fara í lobbíið og biðja um klósettpappír eða að þrifið sé upp það sem sullað var niður, ruslakörfur tæmdar og hvað annað sem mætti nefna. Þá eru verkalýðsfélög hótelþerna og þeirra sem annast þrif á hótelum allt annað en sátt við þessa þróun, segja þetta árás á störfin. Ef dagleg þrif á hótelherbergjum heyrðu sögunni til myndu 39 prósent starfa hótelþerna í Bandaríkjunum hverfa og launatekjur upp á 5 milljarða dollara á ári hverfa. Verkalýðsfélög í mörgum borgum vestra beita nú afli sínu til að koma í veg fyrir að viðhalda daglegum herbergjaþrifum og hafa borgaryfirvöld víða fallist á þau sjónarmið og reyna að setja hótelum þær reglur að hverfa ekki frá fyrri háttum.

Fórnarlömb í þessari viðleitni hótela vestanhafs til að draga úr kostnaði – og hugmynda gesta um að fá að vera í friði með sitt drasl og óumbúna rúm – eru fátækar hótelþernur sem treystu á þessi störf og gerðu sér vonir um þjórfé fyrir vel unnið verk. 

MYND: Ashwini Chaudha / Unsplash
Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …