Tekjur Isavia samstæðunnar námu 15,7 milljörðum í fyrra sem var aukning um 75 prósent frá árinu á undan. Rekstrarafkoman var jákvæð um 5,2 milljörðum króna í fyrra samanborið við 810 milljón króna tap árið 2021. Þegar afskriftir, fjármagnsliðir og skattar eru teknir með inn í dæmið þá var Isavia hins vegar gert upp með 809 milljón króna tapi á síðasta ári.