Samfélagsmiðlar

Leiðangursfólk hreinsar fjörur

Samtök leiðangursskipa á norðurslóðum, AECO, eru að hrinda af stað verkefninu Clean Up Iceland sem snýst um hreinsun strandlengju landsins. Áður hefur slíku hreinsunarverkefni verið sinnt á Svalbarða.

Fuglar og fólk í fjöru

Plast ógnar lífríki um allan heim. Stöðugt er framleitt af plasti og alltof hægt gengur að endurvinna það sem til fellur sem rusl. Plastið lifir lengi. Hluti af því er í sjóinn og endar í fiski sem fólk borðar. Íslendingar geta ekki einu sinni keypt innlenda agúrku án þess að með fylgi plast. Mikið af plastruslinu berst að ströndum landsins – að verulegu leyti frá fiskiskipum.

MYND: Hurtigruten

Samtök leiðangursskipa á norðurslóðum, AECO, vilja leggja sitt af mörkum til að vinna gegn plastmenguninni. Verður farþegum leiðangursskipanna gefinn kostur á að fara í land á tilteknum strandsvæðum og tína rusl. Markmiðið er náttúran verði hreinni en þegar að henni var komið. Nýta á leiðangursskipin í þessu skyni. Er þetta liður í átakinu Clean Seas. Öllum er heimilt að slást í hópinn með leiðangursfólkinu.

Endurance, skip National Geographic – MYND: Uavpic

Árið 2022 komu 29 leiðangursskip frá skipafélögum innan AECO til Íslands. Búist er við 34 skipum á þessu ári. Að meðaltali eru um 200 farþegar um borð í þessum skipum.

Kortlagðar hafa verið strendur sem þarfnast hreinsunar og leyfi verið fengið frá yfirvöldum og landeigendum. Leiðangursskip mun liggja við akkeri á meðan gestir fara í land á Zodiac bátum, tína rusl og flytja það um borð í skipið sem færir það í næstu höfn. Verkefnið er unnið í samvinnu við Fjallabyggð, Akureyrarhöfn, Grundarfjarðarhöfn, Sveitafélagið Ölfus, Strandarbyggð, Skagafjarðarhöfn og Reykjaneshöfn.

Smátt og stórt tínt upp – MYND: Hurtigruten

Gyða Guðmundsdóttir er starfsmaður AECO og sinnir samfélagsverkefnum á vegum samtakanna.

Hvers vegna er ákveðið að fara í þetta hreinsunarátak?

„Meðlimir AECO hafa stundað strandhreinsanir á Svalbarða í yfir 20 ár í verkefninu. Með þá góðu reynslu í fararteskinu ákvað AECO að færa sig til Íslands og styðja um leið starf Bláa Hersins.“

Eru farþegar leiðangursskipa meðvitaðir um umhverfisáhrif af ferðalögum þeirra – kannski meðvitaðri en margir aðrir?

„Meðlimir AECO fylgja ströngum leiðbeiningum um náttúru, samfélög, dýralíf og fleira. Gestir um borð fá einnig viðeigandi fræðslu. Auk þess hafa margir gestir leiðangursskipa áhuga á sjálfbærri ferðamennsku. Fræðsla um dýralíf, náttúruvernd, menningarleifar og samfélög eru partur af upplifuninni um borð.“

Nóg er af plastruslinu í fjörum landsins – MYND: Hurtigruten

Verður svona strandhreinsun fastur liður í hringferðum sumarsins hjá skipum samtakanna?

„Strandhreinsun hefur verið partur af leiðangursskipasiglingum í mörg ár víðsvegar um heim og við ætlum okkur að styðja við og formfesta þær á Íslandi. Hreinsanirnar munu einungis fara fram á svæðum þar sem leyfi hefur fengist frá sveitastjórn, hafnarstjórn eða landeigendum og gjarnan í samvinnu við heimafólk sem slæst með í för og hittir gestina í fjörunni. Þarna geta átt sér stað skemmtilegar tengingar milli gesta og heimafólks sem vill skilja betur við náttúruna en þegar að henni var komið.“

Upphafsfundur verkefnisins verður haldinn í Reykjanesbæ 14. mars þar sem fulltrúar frá Bláa Hernum, Landhelgisgæslunni, Umhverfisstofnun, Hurtigruten, Gáru og AECO flytja með erindi. Að fundi loknum verður fjaran á Fitjarströnd í Reykjanesbæ hreinsuð milli klukkan 15 og 17.

Nýtt efni

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …