Samfélagsmiðlar

Sjónarmiðum Íslendinga enn vísað kurteislega á bug

Í svari sínu til forsætisráðherra kýs forseti framkvæmdastjórnar ESB að horfa framhjá mikilvægi tengiflugs fyrir Icelandair, Play og Keflavíkurflugvöll. Bréfið frá Brussel var reyndar sent í lok ágúst í fyrra og þarf því ekki að endurspegla viðhorf eða stöðu mála í dag.

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB.

Íslenskir ráðamenn og erindrekar hafa síðustu misseri reynt að vekja athygli forsvarsfólks Evrópusambandsins á að nýsamþykktar auknar álögur á flugumferð, til að draga úr losun gróðurhúsalofttengunda, gætu haft mjög neikvæð áhrif á samgöngur til og frá Íslandi. Með breytingunni myndi samkeppnisstaða íslenskra flugfélaga versna því hærri mengunarkostnaður myndi leggjast þyngra á Icelandair og Play en þau flugfélög sem fljúga beint yfir Norður-Atlantshafið.

Tilgangur hinna nýju reglna er meðal annars að beina fólki að öðrum ferðamátum: lestarferðum og öðrum almenningssamgöngum, í staðinn fyrir flug.

Til marks um alvarleika málsins, að mati íslenskra stjórnvalda, þá sendi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, bréf til evrópskra ráðamanna í fyrra þar sem hún lýsti „þungum áhyggjum“ af áhrifum þessara tillagna á eyríki sem reiða sig algerlega flugsamgöngur.

Einnig kom forsætisráðherra því á framfæri að fyrrnefndar tillögur muni hafa neikvæðari áhrif á verð á Íslandsflugi en annað Evrópuflug. Engu að síður voru reglurnar samþykktar af aðildarríkjum ESB líkt og Túristi greindi frá í janúar. Í framhaldinu hófu aðrir íslenskir fjölmiðlar umfjöllun um málið.

Þá óskaði Fréttablaðið eftir afriti af svari Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, við bréfi forsætisráðherra og fékk blaðið það afhent í gær. Í framhaldinu var birt frétt á heimasíðu Fréttablaðsins um innihaldið en þar kom ekki fram hversu gamalt bréfið væri.

Túristi bað því um líka um afrit frá forsætisráðuneytinu og fékk það sent um hæl. Þá kemur í ljós að bréfið er 7 mánaða gamalt, skrifað 23. ágúst. Það var fyrst í desember sl. sem Evrópuþingið samþykkti þessar hertu aðgerðir.

Bréfið sem nú hefur verið birt var sent frá Brussel þann 23. ágúst í fyrra.

Í bréfi forseta framkvæmdastjórnar ESB til forsætisráðherra segir að hinar nýju reglur séu aðeins viðbætur við kerfi sem sett var á laggirnar árið 2012 í þeim tilgangi að draga úr losun. Samkvæmt því kerfi fá flugfélög úthlutaðan ákveðinn fjölda losunarheimilda gjaldfrjálst en þurfa að greiða fyrir alla mengun umfram það. Hjá Icelandair hafa gjafaheimildirnar numið um þriðjungi af allri losun félagsins innan evrópskrar lofthelgi.

Nýju reglurnar, sem Evrópuþingið samþykkti í árslok 2022, kveða á um að hætt verði úthlutun gjafaheimilda og einnig verði gerð aukin krafa um notkun sjálfbærs eldsneytis. Í svari Ursulu von der Leyen segir meðal annars að Ísland sé í einstakri stöðu til framleiðslu á þess háttar eldsneyti þar sem raforkuframleiðsla hér á landi losi minna af gróðurhúsalofttegundunum en víða annars staðar.

Sérstaða Íslands ekki endilega fólgin í rekstri tengistöðvar

Forseti framkvæmdastjórnar ESB gefur í raun lítið fyrir áhyggjur íslenskra stjórnvalda um að strangari reglur verði til þess að losun frá flugi muni færast til, frá íslenskum flugfélögum sem þurfa að millilenda á Keflavíkurflugvelli og til þeirra sem fljúga beint milli Evrópu og Norður-Ameríku.

Um þetta atriði segir Ursula von der Leyen að kerfið sé þannig uppbyggt að það mismuni ekki flugfélögum sem fljúga sömu flugleið. Þar með sé tryggt að losunin færist í raun ekki frá einu svæði yfir á annað. Forseti framkvæmdastjórnar ESB bætir því við að flugfélög hafi búið við þetta kerfi í áratug og þarna sé því ekkert nýtt af nálinni.

Óhætt er að segja að með þessu svari kjósi forseti framkvæmdastjórar ESB að horfa ekki til þess að rekstur íslenskra flugfélaga og Keflavíkurflugvallar byggir á tengiflugi milli Norður-Ameríku og Evrópu. Icelandair og Play fljúga aldrei sömu flugleið og keppinautarnir yfir Atlantshafið. Íslensku félögin millilenda hér á meðan hin fara oftast beint á milli áfangastaða.

Staða Keflavíkurflugvallar sem skiptistöðvar, fyrir farþega á leið milli Norður-Ameríku og Evrópu, er því ekki tekin með inn í myndina í svari Ursulu von der Leyen.

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …