„Slípum demantinn“

„Við verðum að taka umræðuna um aðgangsstýringu að vinsælustu ferðamannastöðum okkar - og ganga svo til verka," sagði Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, á ráðstefnu í Hörpu um þjóðhagslegt mikilvægi ferðaþjónustunnar. Áhrifafólk í ferðaþjónustunni virðist almennt vilja forðast ástandið sem skapaðist fyrir heimsfaraldur.

Grímur Sæmundsen
Grímur Sæmundsen, stofnandi og forstjóri Bláa lónsins, í ræðustól í Hörpu MYND: Sigurjón Ragnar

„Ég er ekki í nokkrum vafa um það að búsetuskilyrði á Íslandi eru skemmtilegri. Það er miklu meiri þjónusta á Íslandi eftir að ferðaþjónusta fór að vaxa. Aðgengi að náttúrunni hefur batnað. Verið er að þróa ferðamannastaði. Við þurfum að tryggja að aðgengi sé gott en að það sé ákveðin temprun. Við viljum ekki of mikinn ferðamannafjölda - dreifa álaginu um allt land. Við erum með fjölbreyttara og alþjóðlegra samfélag vegna ferðaþjónustunnar,” sagði Lilja D. Alfreðsdóttir, ferðamálaráðherra í ávarpi sínu við upphaf ráðstefnunnar Þjóðhagslegt mikilvægi ferðaþjónustunnar sem haldin var í Hörpu í gær, 22. mars. Að ráðstefnunni stóðu menningar- og viðskiptaráðuneytið, Ferðamálastofa og Samtök ferðaþjónustunnar.

Lilja D. Alfreðsdóttir, ferðamálaráðherra - MYND: Sigurjón Ragnar

Ferðamálaráðherra sagði mikilvægt að halda slíka ráðstefnu áður en vinnuhópar tækju til við að móta ferðamálastefnu til ársins 2030. Hún rakti efnahagslegt mikilvægi ferðaþjónustunnar - ekki síst hlut hennar í því að rétta við þjóðarhaginn eftir bankahrunið. 

Lilja D. Alfreðsdóttir setur ráðstefnuna í Kaldalóni í Hörpu - MYND: Sigurjón Ragnar

Óhætt er að segja að Ásgeir Jónsson, Seðlabankastjóri, hafi verið maður dagsins. Hann kom til ráðstefnunnar eftir að hafa tilkynnt um enn eina hækkun stýrivaxta og spaugaði um það á saklausum nótum að kannski hefði hann átt að sleppa því að mæta. Jafnframt sagðist hann vera orðinn mjög leiður á brandaranum um „tærnar á Tene." Brandarinn væri mjög þreyttur.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.