„Þurfum að meta upp á nýtt hvað sé vel heppnuð ferðaþjónusta“

Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, hvetur til betri stýringar í ferðaþjónustu á komandi árum - á sama tíma og greinin þarf að leita nýrra leiða til að halda fyrri styrk og efnahagslegu mikilvægi. „Það verður að finna út úr því hvers konar ferðaþjónustu við viljum í löndum okkar," segir yfirmaður ferðamála hjá OECD.

Jane Stacey
Jane Stacey, yfirmaður ferðamála hjá OECD, í ræðustól í Hörpu MYND: Sigurjón Ragnar

„Ferðaþjónustan hefur gengið í gegnum mjög erfiða tíma og í ljós hefur komið hversu mikilvægu hlutverki hún gegnir í efnahagslífinu hér á Íslandi en líka í öðrum löndum - til að skapa störf og auka velsæld,” sagði Jane Stacey, yfirmaður ferðamála hjá OECD, á ráðstefnunni í Hörpu um þjóðhagslegt mikilvægi ferðaþjónustunnar. Lilja D. Alfreðsdóttir, ferðamálaráðherra, hitti hana nýverið í aðalstöðvunum í París og bauð henni að taka til máls á ráðstefnunni í Reykjavík 22. mars, sem gefa á tóninn í þeirri vinnu sem framundan er við að smíða nýja ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til ársins 2030.

Jane Stacey í ræðustól - MYND: ÓJ

OECD hjálpar ríkisstjórnum aðildarríkjanna til að taka upplýstar ákvarðanir í efnahagsmálum, byggðar á bestu mögulegu upplýsingum sem tiltækar eru, og takast á við aðsteðjandi vandamál. Jane Stacey sagði að starf hennar og félaga fælist í að tengja ferðamálin við önnur stefnusvið, eins og samgöngur, umhverfismál, menntun, heilbrigðismál og veita ríkisstjórnum ráðgjöf byggða á þeirri þekkingu sem aflað væri.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.