Það er oft talað um þjóðhagslegt mikilvægi ferðaþjónustunnar en stundum hefur skort gögnin til að styðja þá fullyrðingu, t.d. fyrir áhugasaman fulltrúa í sveitarstjórn sem vill geta séð á einum stað hverju þjónustan við ferðafólk skilar fyrir samfélagið sem hann er fulltrúi fyrir. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, nefndi þetta sem dæmi þegar hann kynnt nýtt mælaborð sem sýnir áhrif ferðaþjónustu á nærsamfélög um allt land á ráðstefnunni Þjóðhagslegt mikilvægi ferðaþjónustunnar í Hörpu í dag.