Samfélagsmiðlar

„Við getum ekki stýrt því sem við getum ekki mælt“

Samtök ferðaþjónustunnar kynntu í dag vefinn Ferðagögn, þar sem er að finna mælaborð sem sýnir áhrif ferðaþjónustu á nærsamfélög um allt land.

Jóhannes Þór Skúlason

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, kynnir nýja mælaborðið

Það er oft talað um þjóðhagslegt mikilvægi ferðaþjónustunnar en stundum hefur skort gögnin til að styðja þá fullyrðingu, t.d. fyrir áhugasaman fulltrúa í sveitarstjórn sem vill geta séð á einum stað hverju þjónustan við ferðafólk skilar fyrir samfélagið sem hann er fulltrúi fyrir. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, nefndi þetta sem dæmi þegar hann kynnt nýtt mælaborð sem sýnir áhrif ferðaþjónustu á nærsamfélög um allt land á ráðstefnunni Þjóðhagslegt mikilvægi ferðaþjónustunnar í Hörpu í dag.

Mælaborðið er að finna á vefnum Ferðagögn. Þar eru birt margvísleg gögn um áhrif ferðaþjónustu á samfélög: atvinnutekjur, skatttekjur sveitarfélaga, um framboð og nýtingu gistirýmis og afkomu ferðaþjónustufyrirtækja eftir landshlutum og sveitarfélögum. Þetta ætti ekki aðeins að nýtast áðurnefndum sveitarstjórnarfulltrúa heldur líka kjörnum fulltrúum á Alþingi, stjórnsýslunni, greininni sjálfri – og öllum sem um hana fjalla. Gögn er meginforsenda upplýstrar umræðu og ákvarðanatöku, eins og Jóhannes Þór lagði áherslu á í kynningu sinni.

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF – MYND: Sigurjón Ragnar

Síðasta eitt og hálfa árið hefur verið unnið að því að safna gögnum og vinna þau til birtingar á einum stað. En Jóhannes Þór tók skýrt fram að enn vantaði töluvert upp á að þessi gagnagrunnur væri fullnægjandi. Að stærstum hluta eru tölurnar frá árinu 2019 – áður en heimsfaraldurinn setti allt á hvolf. Vonast er til að hægt verði að uppfæra mælaborðið á grundvelli talna frá 2022 nú í vor og að framvegis verði byggt á gögnum frá árinu á undan. Jóhannes Þór sagði að ferðaþjónustuna vantaði miklu meira af rauntölum til að vinna með – ekki aðeins söguleg gögn.

„Gögn í ferðaþjónustu eru meginforsenda upplýstrar umræðu og faglegrar ákvarðanatöku. Við þurfum að vita eitthvað til að geta ákveðið eitthvað. Tölfræði um íslenska ferðaþjónustu hefur verið sárlega ábótavant“ sagði Jóhannes Þór á fundinum í Hörpu og bað ferðaþjónustufólk endilega að hnippa í sig ef það teldi eitthvað vanta á mælaborðið eða gera mætti betur. Forsenda þess að móta stefnu til framtíðar væri að hafa gögn. „Við getum ekki stýrt því sem við getum ekki mælt,“ sagði Jóhannes Þór.

Reynisfjara
Einn vinsælasti ferðamannastaður landsins, Reynisfjara í Mýrdalshreppi – MYND: ÓJ

Mörgum mun vafalítið þykja áhugavert að sjá hvað upplýsingarnar á Ferðagögnum segja um einstaka landshluta og sveitarfélög. Það kemur kannski einhverjum á óvart að þó að langflestir ferðamenn séu á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi þá er ferðaþjónustan orðin stoð í atvinnulífi um allt land. Vægi greinarinnar í tekjum sveitarfélaganna er þó mjög ólíkt eftir því um hvert þeirra er að ræða og ástæðurnar eru auðvitað mjög mismunandi. Það fer ekki síst eftir stöðu annarra atvinnugreina í viðkomandi sveitarfélagi – hvort þar snúist allt um sjávarútveg, stóriðju eða hefðbundinn landbúnað. Á Akranesi og í Fjarðabyggð vinna hlutfallslega fáir við ferðaþjónustu en þar er næga aðra atvinnu að fá. Hlutur ferðaþjónustu af skatttekjum sveitarfélaga, ef ekki eru talin með framlög úr Jöfnunarsjóði, er hæstur í Mýrdalshrepp. Þar mátti rekja 44,6% skatttekna af útsvari 2019 til ferðaþjónustu, Grindavík kom næst með 15,0% og í þriðja sæti var Garðabær með 10,9% en síðasttalda sveitarfélaga er nú ekki meðal þekktustu áfangastaða ferðamanna. Augljóslega búa þar hinsvegar margir sem starfa í greininni.

Nýtt efni
Veitingaþjónusta

Íslenskt atvinnulíf er mjög háð aðfluttu vinnuafli. Það á ekki síst við um ferðaþjónustuna. Umsvif hennar væru mun minni ef ekki kæmu hingað útlendingar þúsundum saman til starfa á ári hverju. Samkvæmt Hagstofunni voru 35.233 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi í júní 2023. Þar af voru um 15.500 útlendingar.  Heildartalan yfir þá sem …

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …