Samfélagsmiðlar

Vonast til að minnka kolefnislosun um tíund með sjálfbæru flugvélaeldsneyti

Auður Nanna Baldvinsdóttir forstjóri IðunnarH2, Jón Steinar Garðarsson Mýrdal tæknistjóri IðunnarH2, Heiða Njóla Guðbrandsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair og Ásdís Ýr Pétursdóttir forstöðumaður samskipta og sjálfbærni hjá Icelandair.

Icelandair og IðunnH2 hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup flugfélagsins á allt að 45 þúsund tonnum á ári af innlendu, sjálfbæru flugvélaeldsneyti frá árinu 2028. Sú notkun myndi jafngilda minnkun útblásturs um allt að 10 prósent úr millilandaflugi Icelandair á ársgrundvelli að því segir í tilkynningu.

Þar segir jafnframt að kolefnishlutlaust rafeldsneyti nýtist til íblöndunar á núverandi flugvélaflota en framboð á þess háttar eldsneyti sé takmarkað á heimvísu.

IðunnH2 vinnur að þróun slíkrar vinnslu í Helguvík til að mæta innlendri eftirspurn en Icelandair hefur sett sér markmið um að draga úr kolefnislosun um helming á hvern tonnkílómetra fyrir árið 2030 miðað við árið 2019 og ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 í takti við alþjóðleg markmið flugiðnaðarins.

„Framleiðsluaðferðin sem IðunnH2 mun nýta í Helguvík sameinar grænt vetni og endurunnið koldíoxíð. Með endurvinnslu koldíoxíðs helst magn þess í andrúmsloftinu óbreytt en eykst ekki eins og við framleiðslu og bruna jarðefnaeldsneytis. Framleiðsluaðferðin er ekki ný en hefur hingað til verið notuð í smærri framleiðslueiningum. Ísland er talið eitt hagkvæmasta svæði Evrópu fyrir slíka flugvélaeldsneytisvinnslu og myndi framleiðslan styðja við markmið stjórnvalda um orkuskipti og nýsköpun og ýta undir sjálfbæran orkubúskap,“ segir í tilkynningu.

„Það er ánægjulegt að fá Icelandair til liðs við okkur til að stuðla að innlendri framleiðslu á sjálfbæru flugvélaeldsneyti. Verkefni okkar í Helguvík leiðir til samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda, eykur orkuöryggi og hagsæld, og styður við nærsamfélagið í núverandi mynd. Við höfum unnið ötullega síðustu misseri við að draga hagaðila að borðinu til að meta kosti þess að reisa slíka verksmiðju hér og fögnum því að okkar stærsta flugfélag sé tilbúið að stíga fram og styðja við áformin. Það er erfitt að ofmeta hvað djörf skref nú geta skipt sköpum fyrir íslenskt kolefnishlutleysi til framtíðar, en IðunnH2 vill nýta íslenskt hugvit til að breyta okkar langtímastöðu sem innflutningsþjóð á eldsneyti. Þessi viljayfirlýsing er mikilvægt skref í átt að þeirri vegferð,“ segir Auður Baldvinsdóttir, framkvæmdastjóri IðunnarH2.

Nýtt efni

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …

Útlit er fyrir að það hægist aðeins um í ferðaþjónustunni á þessu ári miðað við hraðan vöxtinn á síðasta ári. Ísland endurheimti ferðafólkið hraðar eftir heimsfaraldurinn en flest önnur lönd en nú er hægari gangur í bókunum. Þar hafa eldsumbrotin á Reykjanesskaga sín áhrif en hátt verðlag hér á landi fælir líka einhverja frá. Á …