Það var í lok janúar sl. sem bandaríska verðbréfafyrirtækið Briarwood Capital Partners komst á lista yfir 20 stærstu hluthafa Icelandair. Tveimur vikum síðar var Briarwood Capital orðinn næststærsti hluthafinn með 3,67 prósent hlut. Markaðsvirði hlutabréfanna var þá 3,2 milljarðar króna.