Draga mun úr eftirspurn vegna vaxandi kostnaðar við að minnka mengun frá flugi

Bresk flugfélög gera ráð fyrir að það hægi á spurn eftir flugmiðum á næstu áratugum vegna hækkandi verðs sem fylgir innleiðingu nýrrar og kostnaðarsamrar tækni til að draga úr mengandi útblæstri.

Vél British Airways á Heathrow-flugvelli MYND: Tomek Baginski / Unsplash

Flugiðnaðurinn í Bretlandi setur sér það markmið, eins og keppinautarnir, að ná kolefnishlutleysi árið 2050 en hefur til þessa staðhæft að á sama tíma geti flugferðum haldið áfram að fjölga. Stefnt er að því að draga úr kolefnislosun um sem nemur nærri 70 milljónum tonna á ári. Í síðustu viku birtu mörg stærstu fyrirtækin í greininni skýrslu þar sem viðurkennt var að hægja myndi á frekari vexti vegna þess kostnaðar sem fylgdi því að taka í notkun nýja og vistvænni tækni, þar á meðal að notast við dýrara og hreinna flugvélaeldsneyti, en líka vegna kaupa á losunarhemildum. 

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.