Endurreisnin á Blönduósi

Fyrstu gestirnir á endurnýjuðu Hótel Blönduósi banka bráðum upp á. Lokaspretturinn í frágangi er hafinn. TÚRISTI ók af þjóðveginum og niður með ósnum til að kynna sér metnaðarfull áform um endurreisa ljóma gamla bæjarhlutans og bjóða þar upp á fyrsta flokks gistingu, veitingar og afþreyingu í skemmtilegu umhverfi.

Hótel Blönduós
Horft upp Aðalgötuna MYND: ÓJ

Þegar morgunrúta Norðurleiðar kom við á Blönduósi í gamla daga á leið frá Akureyri til Reykjavíkur var ekið niður að Hótel Blönduósi þar sem farþegar stigu út og snæddu síðan nýsoðinn lax úr Blöndu með kartöflum og smjöri áður en för var haldið áfram. Með betri vegum jókst ferðahraðinn og bensínsjoppumenningin ruddi í burt gamalgrónu veitingaþjónustunni sem sniðin var að öðrum tíma og þörfum.

TÚRISTI velti þessu fyrir sér um leið og hann ók af þjóðvegi eitt sem leið liggur niður í gamla bæinn á Blönduós. Þar er allt að vakna upp á nýtt.

Aðalgatan. Fremst til vinstri er Helgafell við hlið hótelsins. Þróunarfélagið á tvær hæðir í því húsi - MYND: ÓJ

Rekstur Hótel Blönduós hófst fyrst í Sýslumannshúsinu gamla við Aðalgötu árið 1943. Viðbygging bættist við 1960. Hótelrekstur hefur verið þarna í 80 ár og nú er blásið til nýrrar sóknar. Endurnýjað hótel með 19 herbergjum af ýmsum gerðum verður opnað 15. maí.

Þegar maður horfir í kringum sig í þessum húsakynnunum rúmum hálfum mánuði fyrir opnun er erfitt að trúa því að tímaáætlun standist. En Húnvetningar eru göldróttir og eiga góða að víða. Á bókunarsíðum má þegar tryggja sér herbergi í sumar á Hótel Blönduósi.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.