Íslenskir ráðamenn geta ekki sætt sig við þær breytingar sem aðildarríki Evrópusambandsins ætla að gera á viðskiptakerfi með losunarheimildir. Reglurnar ganga í gildi um næstu áramót og munu að óbreyttu leggja hærri álögur á Íslandsflug en flugferðir milli annarra Evrópuríkja. Um leið er hætta á að staða Icelandair og Play versni í samkeppni um farþega á leið yfir Norður-Atlantshafið.
„Þetta er það stórt mál að við getum ekki unað við stöðuna eins og hún er," svaraði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, viðskipta- og menningarmálaráðherra, þegar hún var spurð hvort málið væri þess virði að leggja EES-samninginn í hættu.
„Það virðist vera mikill skilningur á því að við viljum taka þátt í þessari vegferð – en að það sé búin til lausn sem tekur mið af ríki sem getur ekki nýtt járnbrautir. Eina leiðin til að fara fram og til baka frá Íslandi er með flugi. Ég er nokkuð vongóð um að það sé að skapast ríkari skilningur fyrir þessari sérstöðu okkar," útskýrði ráðherrann.
Íbúar Möltu hafa heldur ekki val um lestarferðir til og frá eyjunni sinni en stjórnvöld þar hafa gefið samþykki sitt fyrir breytingunni. Starfsemi flugvallarins á Möltu snýst heldur ekkert um millilendingar því farþegarnir þar eru annað hvort að koma til eyjunnar eða fara þaðan.
Skráðu þig inn til að lesa
Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.