Flugtengingum við Billund fjölgar

Umferð um flugvöllinn í Billund hefur aukist meira en um hina tvo stóru flugvelli Jótlands: í Árósum og Álaborg. Fyrr í þessum mánuði hóf Austrian Airlines beint flug milli Vínar og Billund. Þar með var komið á flugi til allra tengiflugvalla Lufthansa-samsteypunnar frá Billund.

Austrian Airlines
Flugfreyjur Austrian Airlines MYND: Austrian Airlines

Félögin sem sinna flugi Lufthansa-samsteypunnar til Billund á Jótlandi eru Austrian Airlines, Brussels Airlines, Swiss - og sjálft móðurfélagið Lufthansa. Nú er svo komið að Jótar og allir þeir sem kjósa að fljúga frá Billund geta komist þaðan til 14 tengiflugvalla, þar af til allra fimm tengiflugvalla Lufthansa-samsteypunnar í Frankfurt, München, Zürich, Brussel og Vín. Flug til síðastnefndu borgarinnar frá Billund hófst 4. apríl. Billund og aðeins 30 aðrir flugvellir í heiminum bjóða upp á slíkar tengingar við Lufthansa-netið. 

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.