Félögin sem sinna flugi Lufthansa-samsteypunnar til Billund á Jótlandi eru Austrian Airlines, Brussels Airlines, Swiss - og sjálft móðurfélagið Lufthansa. Nú er svo komið að Jótar og allir þeir sem kjósa að fljúga frá Billund geta komist þaðan til 14 tengiflugvalla, þar af til allra fimm tengiflugvalla Lufthansa-samsteypunnar í Frankfurt, München, Zürich, Brussel og Vín. Flug til síðastnefndu borgarinnar frá Billund hófst 4. apríl. Billund og aðeins 30 aðrir flugvellir í heiminum bjóða upp á slíkar tengingar við Lufthansa-netið.