Samfélagsmiðlar

Grænlendingar endurnýja sjálfbærnistefnuna

Ferðamálaráð Grænlands boðar yfir 100 þátttakendur til ráðstefnu um sjálfbæra ferðamálastefnu. Markmiðið er að uppfæra og endurnýja þá stefnu sem mörkuð var í málaflokknum árið 2018. Miklar breytingar hafa orðið síðan - ekki síst vegna áhrifa af heimsfaraldrinum.

Sjálfbærniátakið á Grænlandi hófst árið 2018. Niðurstaða ráðstefnu sem haldin var það ár voru ellefu tillögur um þróun ferðaþjónustunnar og voru þær lagðar til grundvallar stefnu Ferðamálaráðs Grænlands fyrir árin 2021 til 24.

Tillögur undir yfirskriftinni Toward More Tourism frá 2018 – MYND: Visit Greenland

Þau 100 sem koma saman á Hotel Hans Egede í Nuuk í vikunni ætla að reyna að móta sameiginlega sýn ferðaþjónustunnar og allra hagaðila um það hvert skuli halda.

„Það hefur margt gerst frá árinu 2018. Kórónaveirufaraldurinn breytti umtalsvert stöðu innlendrar og alþjóðlegrar ferðaþjónustu. Við þurfum ekki að byrja upp á nýtt heldur fara yfir reynslu síðustu ára og uppfæra markmið okkar. Það hafa líka orðið breytingar á mati á því hvað skipti máli – bæði hvað varðar það hvernig staðið er að uppbyggingu áfangastaða en einnig á afstöðu og kröfum þeirra gesta sem heimsækja okkur. Einu sinni ræddum við hvernig gera ætti hlutina en nú þurfum við að einbeita okkur að því að gera sömu hluti enn betur,“ segir Anne Nivíka Grødem, ferðamálastjóri Grænlands.

Haft er eftir Anette Lings, formanni Ferðamálaráðs Grænlands, á vef þess að þar sem ferðaþjónustan starfi um allt landið sé mikilvægt að efla þverfaglegt samstarf til að tryggja að að þær fjárfestingar sem ráðist hefur verið í með uppbyggingu flugvalla landsins skili sér sem best. Forsenda fyrir þessu sé að það takist að gera ferðaþjónustuna sjálfbæra í félagslegu, efnahagslegu og umhverfislegu tilliti.

„Sameiginlegt átak til að auka vöxt og samvinnu getur skilað af sér þróunarverkefnum sem eiga eftir að nýtast landinu í heild. Á sama tíma viljum þróa og styrkja vörumerkið Grænland, sem tákn fyrir viðurkenndan og eftirsóknarverðan ævintýrastað – þar sem einblínt er á gæði, öryggi og sjálfbærni,“ segir Anette Ling.

Visit Greenland/Filip Gielda
MYND: Visit Greenland / Filip Gielda
Nýtt efni

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …