Samfélagsmiðlar

Innan og utan hrings

Hringvegurinn, eða réttar sagt þjóðvegur eitt, er mikilvirk leið til að dreifa ferðafólki um landið. Hann er 1.321 kílómetri að lengd og tengir saman alla landshluta nema Vestfirði. Flest erlent ferðafólk ferðast um landið á bílaleigubílum og fer þá gjarnan hringinn. Vonandi sjá þó sífellt fleiri hversu margt er að sjá utan hringsins - jafnvel bara spölkorn frá þjóðveginum.

Litagleði á Hvammstanga, sem er 6 kílómetrum frá hringveginum

Hringvegurinn fullkomnaðist í júlí 1974 þegar Skeiðarárbrú var tekin í notkun. Forseti Íslands, Kristján Eldjárn, og Magnús Torfi Ólafsson, samgönguráðherra, fluttu ræður við fjölmenna opnunarathöfnina – upptendraðir af þessari miklu samgöngubyltingu á 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar. Bílarnir streymdu hringinn þetta þjóðahátíðarsumar. Aðeins örfáir erlendir ferðamenn fóru hringinn 1974. Ætli þeim sem þó komu hafi ekki verið spenntari fyrir því að fara hálendisvegina.

Fjaran við Hvammstanga – MYND: ÓJ

Það er þess virði að koma við í sölubúð Kaupfélags Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga – MYND: ÓJ

Það var auðvitað stóráfangi í samgöngusögu þjóðarinnar að brúa Skeiðará, Sandgígjukvísl og Núpsvötn en mörgum þótti hægt ganga að ljúka heildarverkinu, ef svo má segja. Árið 1995 var lokið við að leggja slitlag á leiðinni milli Reykjavíkur og Akureyrar en það var ekki fyrr en 2019 sem að fullu var lokið við að eyða malarköflum á hringveginum. Enn eru um 30 einbreiðar brýr á þessari leið. Nokkrir stóráfangar bættust þó vissulega við eftir að hringurinn lokaðist. Nægir þar að nefna Borgarfjarðarbrú, Hvalfjarðargöngin og Vaðlaheiðargöng.

Kirkjan á Þingeyrum er listasmíð og útsýni þaðan dásamlegt – MYND: ÓJ

Næstu stórverkefni í vegagerð Íslendinga er að ljúka gangagerð og vegabótum á Vestfjörðum. Allir ferðafrömuðir eru sammála um að þá opnist nýr heimur í ferðaþjónustunni. Einhver stærstu tækifæri íslenskrar ferðaþjónustu liggi í því að lokka ferðafólkið vestur – en auðvitað líka austur og norður.

Hillebrandtshúsið á Blönduósi, byggt 1877, er elsta húsið í merkilegum miðbæ gamla Blönduós – MYND: ÓJ

Eins góður og hringvegurinn er þá er auðvitað hætta á að fólk einblíni á það leiðarkerfi og gleymi stöðum utan hringsins. Auðvitað má nefna marga staði í þessu sambandi en lesendur geta sjálfur fundið þá á kortinu. TÚRISTI fór á dögunum nokkur spölkorn út af þjóðvegi eitt, skoðaði Hvammstanga, Þingeyrar og gamla bæinn á Blönduósi. Þetta var bara byrjunin. Sumarið bíður.

Hótel Blönduós, Helgafell og gamla kirkjan á Blönduósi séð úr fjörunni – MYND: ÓJ

Nýtt efni

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …