Miklu færri ferðamenn frá Kanada en útlit fyrir uppsveiflu
Ferðamannastraumurinn hingað frá Bandaríkjunum er litlu minni en fyrir heimsfaraldur. Allt aðra sögu er að segja af nágrönnum þeirra í Kanada. Stjórnendur tveggja af stærstu ferðaþjónustufyrirtækjum landsins segja útlitið gott á kanadíska markaðnum fyrir árið.
