Miklu færri ferðamenn frá Kanada en útlit fyrir uppsveiflu

Ferðamannastraumurinn hingað frá Bandaríkjunum er litlu minni en fyrir heimsfaraldur. Allt aðra sögu er að segja af nágrönnum þeirra í Kanada. Stjórnendur tveggja af stærstu ferðaþjónustufyrirtækjum landsins segja útlitið gott á kanadíska markaðnum fyrir árið.

Kanadabúar hafa verið furðu fámennir í hópi ferðamanna á landinu síðustu misseri. Mynd: ÓJ

Það sem af er ári hafa aðeins fimm þúsund Kanadamenn farið í gegnum í vopnaleitina í Leifsstöð en talningin þar er notuð til að leggja mat á fjölda ferðamanna hér á landi. Fyrstu þrjá mánuðina árið 2019 voru kanadísku ferðamennirnir hins vegar nærri 14 þúsund.

Samdrátturinn í ár nemur því 60 af hundraði en aftur á móti hefur túristum frá Bandaríkjunum aðeins fækkað um 14 prósent.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.