Samfélagsmiðlar

Sala á evrópskum losunarheimildum hefur skilað ríkissjóði 12,3 milljörðum króna

Íslensk flugfélög hafa staðið fyrir 25-30 prósent af þeirri losun sem fellur undir hið evrópska ETS kerfi hér á landi. Ýmis konar iðnaður losar ríflega tvöfalt meira en flugið.

Þegar viðskiptakerfi með losunarheimildir (ETS) var tekið upp á Evrópska efnahagssvæðinu árið 2012 kostaði hver eining rétt um fimm evrur. Síðan þá hefur markaðsverðið nærri því tuttugufaldast því í febrúar síðastliðinum fór það í fyrsta sinn yfir 100 evrur á eininguna.

Að undanförnu hefur verðið lækkað og er núna 87 evrur.

Markaðsvirði þeirra losunareininga sem Icelandair fær úthlutað endurgjaldslaust í ár er því um 2,3 milljarðar króna í dag. Play fær ekki gjafaheimildir fyrr en á næsta ári.

Þær verða þó líklega færri en áður var reiknað með því aðildarþjóðir Evrópusambandsins hafa samþykkt hertari reglur um losun frá flugi. Það hefur í för með sér að losunarheimildirnar verða ekki eins margar og verðið á þeim mun því hækka að flestra mati.

Auk flugrekenda þá verða iðnaðarfyrirtæki einnig að gera upp losun sína og kaupa heimildir á móti.

Tekjurnar af þessum viðskiptum skila sér svo til hins opinbera og hafa þær numið um 1,2 milljörðum að jafnaði á ári hverju sl. áratug samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu. En Ísland hóf árið 2019 að selja uppsafnaðar losunarheimildir sínar, frá árinu 2013, á sameiginlegum uppboðsvettvangi ESB og skilaði salan samtals 9,6 milljörðum króna árin 2019 og 2020.

Árin tvö á eftir bættust við um 2,7 milljarðar og búist er við að sala losunarheimilda skili íslenska ríkinu um 800 milljónum króna í ár. Sú upphæð er lægri en hún ætti að vera þar sem útreikningar ESB, á virði heimildanna í fyrra, voru ekki réttir. Leiðrétt verður fyrir þeirri villu í ár.

Ekki er hægt að segja til um hversu stór hluti heildarupphæðarinnar er vegna kaupa flugfélaga á losunarheimildum en eins og áður hefur komið fram þá vinna íslenskir ráðamenn að því að fá samþykktar undanþágur fyrir íslenskan fluggeira frá hertari Evrópureglum. Í málflutningi Íslands er vísað til legu landsins og mikilvægis tengiflugs Icelandair og Play.

Tilgangur breytinganna er sá að draga úr vexti í farþegaflugi innan Evrópu og flytja hluta af traffíkinni í lestarkerfið. Ríki eins og Ísland og Malta hafa þó ekki kost á þess háttar samgöngum en stjórnvöld á síðarnefndu eyjunni ætla þó að gangast undir nýja kerfið. Malta er heldur ekki eins langt frá meginlandi Evrópu og því eykst kostnaðurinn við flug þaðan ekki eins mikið.

Stóri munurinn er hins vegar sá að flugrekstur eyþjóðanna tveggja er ólíkur. Á Möltu millilenda fáir á ferð sinni milli heimsálfa eða landa en rekstur Icelandair og Play byggir hins vegar að miklu leyti á tengifarþegum. Hið breytta viðskiptakerfi með losunarheimildir mun því að óbreyttu veikja stöðu íslensku flugfélaganna í samkeppninni um farþega á leið yfir Norður-Atlantshafið en gert er ráð fyrir að breytingarnar hafi í för með sér kostnaðarauka upp á um 3.000 krónur á hvern farþega.

Nýtt efni

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …