Það voru 255 þúsund farþegar sem nýttu sér ferðir Icelandair í mars til og frá Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvelli. Aukningin nemur 39 prósentum frá sama tíma í fyrra en framboðið jókst hlutfallslega minna eða um 27 prósent.
Sætanýtingin fór því úr 74 prósentum uppí 82 prósent að því fram kemur í mánaðarlegum farþegatölum félagsin sem birtar voru fyrr í dag. Þar er haft eftir forstjóra Icelandair að sætanýtingin hafi aldrei áður verið eins góð í flugi til og frá Norður-Ameríku á þessum tíma árs.
Í tilkynningu Icelandair segir að salan í mars hafi verið mjög góð og til marks um það þá sló mánuðurinn miðasölumet sem sett var í janúar síðastliðnum.