Samfélagsmiðlar

Umbreytingin yfir í hreina orku er hröð

Fatih Birol, forstjóri Alþjóða orkumálastofnunarinnar, IEA, varar fyrirtæki og þjóðríki við að ráðast í fjárfestingar og verkefni á komandi árum sem byggist á stórfelldri nýtingu jarðefnaeldsneytis. Þróunin yfir í nýtingu hreinna orkugjafa sé miklu hraðari en flestir geri sér grein fyrir. Þeir sem vilji sjá arð af fjárfestingum sínum taki mið af þessum umskiptum.

Rafstrætó í Róm

Breytingar á ytri aðstæðum verða oft þess valdandi að einstaklingar, fyrirtæki og samfélög þurfa að grípa til nýrra ráða til að tryggja tilveru sína og afkomu. Þannig hefur árásarstríð Pútíns í Úkraínu og viðleitni Rússa til að nýta sér efnahagslega og pólitísk stöðu sína sem framleiðanda jarðefnaeldsneytis orðið til að hraða umbótum í orkumálum á Vesturlöndum.

Unnið er hörðum höndum að því að þróa aðferðir til að spara orku og framleiða meira af hreinu eldsneyti. Fatih Birol, forstjóri Alþjóða orkumálastofnunarinnar – IEA, fjallar einmitt um þetta í aðsendri grein í Financial Times. Hann hefur í tíð sinni sem forstjóri IEA frá árinu 2015 aukið mjög samstarf vestrænna ríkja við Kína og Indland á sviði orkumála og leitt umbreytinguna yfir í sjálfbærari orkugjafa með kolefnishlutleysi að markmiði. Öll norrænu ríkin nema Ísland eiga aðild að IEA.

Fatih Birol, forstjóri IEA – MYND: IEA

Fatih Birol er tyrkneskur hagfræðingur og orkumálasérfræðingur og komst fyrir tveimur árum á lista tímaritsins Time yfir 100 áhrifamestu manneskjur heims. Menn sperra eyrun þegar Fatih Birol ræðir um stöðu og framtíð orkumála. 

Fyrir hálfu ári sýndi IEA fram á að stríðsrekstur Rússa í Úkraínu væri að umbreyta framtíð orkumála heimsins. Hámarki spurnar eftir jarðefnaeldsneyti yrði náð fyrr en búist hafði verið við – eða fyrir lok þessa áratugar. Umskiptin sem fælust í þessu væru söguleg. Um margra áratuga skeið hefði jarðefnaeldsneyti staðið undir um 80 prósentum af orkuþörf heimsins. Nú er það hreinorkuframleiðslan og beiting nýrrar tækni sem vex hröðum skrefum á móti samdrætti í nýtingu jarðefnaeldsneytis. Og nýjungarnar eru margar: sólarrafhlöður, vindmyllur, rafbílar, varmadælur. Pólitísk stefnumótun þjóðríkja og fjárfestingastefna stórfyrirtækja og banka hraða þróuninni.

Vindmyllur á fjalli – MYND: Jason Blackeye / Unsplash

„Það er öllum ljóst innan orkugeirans og meðal þeirra sem fjalla um loftslagsmál að þessi nýja tækniþróun er hröð en ég held að margt fólk átti sig ekki á hversu hröð hún er. Taka verður betur með í reikninginn hvað fylgir þessu, ekki síst í ljósi þess að orkukreppan hefur orðið til þess að mörg ríki og fyrirtæki þrýsta á um nýja fjárfestingu í stórfelldri jarðefnaeldsneytisöflun, sem þó gæti ekki hafist fyrr en undir lok áratugarins,” segir Fatih Birol, sem varar við því afturhvarfi:

„Stefna nokkurra ríkja og fyrirtækja um að ráðast í verkefni sem byggjast á stórfelldri nýtingu jarðefnaeldsneytis vinna ekki aðeins gegn markmiðum alls heimsins um kolefnishlutleysi heldur fela þau líka í sér mikla áhættu fyrir fjárfesta sem sækjast eftir sanngjörnum arði af þátttöku sinni.”

Sólarsellur – MYND: Zbynek Burival / Unsplash

Hann bendir á sem dæmi að vöxtur í notkun sólarrafhlaðna geti með fyrirsjáanlegum hætti tryggt að markmiðið um kolefnishlutleysi árið 2050 náist. Þá sé raforka frá kjarnorkuverum að leysa af mengandi orkuframleiðslu víða um heim. Hraður vöxtur sé í sölu á búnaði til varmaskipta sem tryggi sjálfbæra og örugga húsahitun í Evrópu og víðar. Kína sé stærsti markaðurinn fyrir varmadælur og í Bandaríkjunum séu þær að ryðja burt gaskútunum til húshitunar.

Rafbíll í hleðslu – MYND: Andrew Roberts / Unsplash

Þá nefnir Birol stórvaxandi sölu á rafbílum. Árið 2020 hafi hutur rafbíla verið aðeins um 5 prósent en hafi verið orðinn 15 prósent 2022. Niðurgreiðslur af hálfu stjórnvalda hafi reynst mjög mikilvægar til að greiða götu rafbílanna og til viðbótar hafi komið að daglegur rekstrarkostnaður þeirra er almennt mun minni en á hefðbundnum bílum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Ákvörðun olíuframleiðsluríkja um að draga úr framleiðslu á olíu til að halda uppi verðinu styrki enn frekar samkeppnisstöðu rafbílanna. Samkvæmt nýrri greiningu og spá IEA mun fyrirsjáanleg fjölgun rafbíla verða til þess að draga megi úr notkun á fimm milljónum tunna á olíu á dag árið 2030. Enn frekari hvatar af hálfu hins opinbera geti aukið þennan niðurskurð á olíunotkun. Nú gerir IEA ráð fyrir að hámarki nýtingar á jarðefnaeldsneyti í samgöngum nái hámarki árið 2025. 

Nýtt efni

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …