Umbreytingin yfir í hreina orku er hröð
Fatih Birol, forstjóri Alþjóða orkumálastofnunarinnar, IEA, varar fyrirtæki og þjóðríki við að ráðast í fjárfestingar og verkefni á komandi árum sem byggist á stórfelldri nýtingu jarðefnaeldsneytis. Þróunin yfir í nýtingu hreinna orkugjafa sé miklu hraðari en flestir geri sér grein fyrir. Þeir sem vilji sjá arð af fjárfestingum sínum taki mið af þessum umskiptum.
