Áfram viðræður um millilandaflug til Akureyrar og Egilsstaða

Egilsstaðaflugvöllur
Þotur Condor áttu að fljúga til Egilsstaða einu sinni í viku frá maí og fram á haust og jafn oft til Akureyrar. MYND: ÓJ

„Þetta tekur tíma og það getur komið eitt og eitt bakslag. Það þýðir ekki að við eigum að gefast upp. Tækifærin eru fyrir hendi," sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra um ákvörðun stjórnenda þýska flugfélagsins Condor að hætta við flug til Akureyrar og Egilsstaða í sumar. Fyrstu ferðir voru á dagskrá nú í maí og ætlunin var að fljúga vikulega til bæjanna tveggja fram á haust.

Þýska flugfélagið felldi hins vegar niður allt Íslandsflug sumarsins í lok mars sl. og var sú skýring gefin að fyrirvarinn hafi verið of skammur. Það var samt í júlí í fyrra sem sala hófst.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.