Samfélagsmiðlar

Bandarísk flugfélög undir smásjá

Búist er við að fjöldi flugfarþega í Bandaríkjunum á þessu ári verði álíka og 2019, áður en Covid-19-faraldurinn skall á. Þessi viðsnúningur lofar auðvitað góðu fyrir flugfélög vestra en auðveldlega gæti slegið í bakseglin ef ekki tekst að mæta með sóma þessari eftirspurn og koma í veg fyrir miklar seinkanir eða aflýsingu flugferða.

Beðið flugs

Bataferlið í bandarískum flugheimi frá lokum heimsfaraldursins hefur ekki verið áfallalaust. Nokkrum sinnum á þessu tímabili hafa flugsamgöngur stöðvast og flugfélögin uppskorið mikla reiði og angist fólks sem þurft hefur að dúsa langtímum saman á flugstöðvum eða að farangur hefur orðið viskila við það.

Stjórnmálamenn og neytendasamtök hafa auðvitað brugðist við þessu fyrir hönd sinna umbjóðenda og gagnrýnt flugfélögin harkalega fyrir vangetu og klúður. Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna hefur sótt að flugfélögunum um að bæta farþegum tjón vegna seinkana og aflýstra flugferða – og líka krafist meira gagnsæis í því hvernig flugfargjöld eru reiknuð. Þetta hefur verið meðal helstu áherslumála Pete Buttigieg, samgönguráðherra alríkisstjórnarinnar. 

Ef flugfélögunum í Bandaríkjunum tekst illa upp við að sinna sumartraffíkinni 2023 og allt fer í hnút eins og gerðist í vetur þá eykst þrýstingur á löggafann og eftirlitsstofnanir um að beita sér gegn þeim af meiri hörku. Sama er að segja um FAA, bandarísku flugmálastjórnina, sem ábyrg er fyrir flugumferðarstjórn sem brugðist hefur ítrekað á nýliðnum árum – oftast vegna tækniörðugleika sem rekja má til úrelts búnaðar eða skorts á uppfærslum. 

Í biðstofu flugvallar – MYND: Mohamad Ilham-Fauzan / Unsplash

„Flugfélögin verða undir smásjá og ég tel að þau hafi ekki efni á að lenda aftur í samskonar vandræðum og síðasta sumar,“ hefur The New York Times eftir William J McGee hjá American Economic Liberties Project, samtök sem stunda rannsóknir og beita sér fyrir umbótum fyrir neytendur vestra. Hafa samtökin mjög gagnrýnt samþjöppun í flugheiminum. „Þessar stöðugu frestanir á flugferðum á síðustu stundu, sem gjarnan voru skýrðar með því að skortur væri á starfsfólki, voru óásættanlegar. Flugfélögunum verður ekki stætt á því að láta þetta endurtaka sig. Það myndi hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir þau.“

Flugvél United tekur á loft frá flugvellinum í Houston – MYND: Henry Siismets / Unsplash

Nú hafa forráðamenn flugfélaga og flugmálayfirvalda í Bandaríkjunum staðhæft að gerðar hafi verið nauðsynlegar umbætur til að koma í veg fyrir jafn miklar truflanir á flugi og orðið hafa á síðustu misserum. Minni líkur séu á því að ringulreið skapist í fluginu og allt eigi vonandi eftir að ganga vel.

Flugumferðin fer nú vaxandi vestanhafs með hverri viku sem líður. Á mörgum flugvallanna er búist við að farþegafjöldinn fari umtalsvert fram úr því sem hann var í fyrrasumar. Þetta á t.d. við um flugvellina í New York, Los Angeles, Houston, Denver og Seattle. Flugfélögin segjast hafa búið sig undir meiri ferðaáhuga með því að nota stærri flugvélar – en fækka ferðum á móti til að einfalda umferðina, ráða miklu fleira starfsfólk og hafa betri gætur á merkjum um að umferðartruflun sé yfirvofandi. Tíminn verður svo að leiða í ljós hvernig til tekst.

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …