„Hvers vegna viljið þið vera í ferðaþjónustu? Er það vegna þess að ykkur þykir gaman að taka á móti fólki eða finnst ykkur þið vera skuldbundin á einhvern hátt að taka á móti fólki sem langar að koma hingað? Teljið þið að sveitarfélögin verði sterkari? Þið eruð væntanlega að vonast til að geta haft af þessu góðar tekjur - allavega vona ég það.” Þetta sagði Friðrik Pálsson, eigandi Hótel Rangár, þegar hann ávarpaði Austfirðinga á málþingi á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum um fjárfestingar í ferðaþjónustu í vikunni.

Friðrik Pálsson í ræðustól á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum - MYND: Austurbrú
Hann sagðist óvart hafa lent í ferðaþjónustu en hefði haft mikla ánægju af því, hann hefði gaman af fólki. „Svo er ég loksins farinn að græða svolitla peninga af þessu. En það tók langan tíma. Varð tvívegis næstum því gjaldþrota.” sagði Friðrik og fór yfir megindrætti 20 ára sögu uppbyggingar ferðaþjónustu á Suðurlandi - og sigurgöngu fyrirtækisins á bökkum Eystri-Rangár. Í upphafi þurfti nánast að sækja alla afþreyingu til Reykjavíkur, sem var bæði tímafrekt og erfitt.
Skráðu þig inn til að lesa
Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.