Það líður varla sú vika að skandinavíska viðskiptapressan fjalli ekki með einhverjum hætti um norska hóteljöfurinn Petter A. Stordalen. Það eru ekki umsvif hans í ferðageiranum sem vekja athygli heldur líka einkalíf hans. Stordalen er fátt óviðkomandi og sækist eftir sviðsljósinu.