Flugfélög víða um heim hafa að undanförnu bent á að aukin notkun á sjálfbæru eldsneyti (SAF) sé mikilvægur liður í loftslagsstefnu þeirra. Með vaxandi notkun þess verði verulega dregið úr kolefnislosun. Nú hefur forstjóri bandarísku Boeing-flugvélasmiðjanna, David Calhoun, gert sitt til að kæla niður vonir manna í fluggeiranum um að olía unnin úr matarolíu, fæðuafgöngum og plöntuleifum geti hratt og örugglega komið í stað eldsneytis með kerósíni, sem knýr flestar farþegaþotur samtímans. Enn sem komið er þá nemur notkun á SAF aðeins um einu prósenti af heildar eldsneytisnotkun farþegaflugvéla í heiminum og ekki verður einfalt eða átakalaust að stórauka framleiðslu á SAF. Hafa margir bent á það mikla umhverfisálag sem henni mun fylgja, ryðja þurfi skóga og brjóta stöðugt ný ræktarlönd til að afla hráefnisins til vinnslunnar.
Skráðu þig inn til að lesa
Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.