Forsvarsfólk Icelandair og Play bendir reglulega á þá staðreynd að hingað til lands fljúgi um 20 erlend flugfélög og vilja þá meina að samkeppnin á íslenska markaðnum sé mikil. Íslensku félögin eiga þó fyrst og fremst í innbyrðis samkeppni sem er harðari en á þeim tíma sem Wow Air var jafnstórt og Play er í dag.
Leiðakerfi félaganna líkjast hvoru öðru æ meira með degi hverjum.
Play eltir Icelandair til Washington, Glasgow, Stokkhólms og fleiri borga á meðan Icelandair fer á eftir sínum helsta keppinaut til Prag og Barcelona.