Erlendu flugfélögin standa í stað á Keflavíkurflugvelli en þau íslensku setja allt á fullt

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast sjá meiri tækifæri í íslenskri ferðaþjónustu en stjórnendur erlendra flugfélaga. Án mikils framboðs á heimagistingu gætu Icelandair og Play ekki sótt eins stíft á þau mið sem gefa þeim mest. Ekkert heyrist af vinnu stjórnarráðsins við mótun íslenskrar ferðaþjónustu.

Ferðamenn við Reykjavíkurhöfn
Á sama tíma og það stefnir í metfjölda skemmtiferðaskipa þá hefur framboð ferða hingað á vegum erlendra flugfélaga staðið í stað. Icelandair og Play eru því með bróðurpart markaðarins. Mynd: Óðinn Jónsson

Forsvarsfólk Icelandair og Play bendir reglulega á þá staðreynd að hingað til lands fljúgi um 20 erlend flugfélög og vilja þá meina að samkeppnin á íslenska markaðnum sé mikil. Íslensku félögin eiga þó fyrst og fremst í innbyrðis samkeppni sem er harðari en á þeim tíma sem Wow Air var jafnstórt og Play er í dag.

Leiðakerfi félaganna líkjast hvoru öðru æ meira með degi hverjum.

Play eltir Icelandair til Washington, Glasgow, Stokkhólms og fleiri borga á meðan Icelandair fer á eftir sínum helsta keppinaut til Prag og Barcelona.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.