Samfélagsmiðlar

Evrópa tapar fyrir Kína

Evrópskir bílaframleiðendur sjá fram á versnandi afkomu á næstu árum vegna hraðrar rafbílaæðingar þar sem Kínverjar hafa náð forskoti í þróuninni. Mikill efnahagssamdráttur blasir við í Evrópu þar sem bílaiðnaður hefur verið öflugur.

Kínversku BYD Dolphin og Seal eru framleiddir fyrir Evrópumarkað

Hröð fjölgun rafbíla hefur mikil áhrif á stöðu evrópskra bílaframleiðenda. Bílar sem ganga fyrir rafmagni, öðrum vistvænum orkugjöfum, eða svokallaðir blendingar, voru 47% allra nýrra bíla sem skráðir voru í Evrópu árið 2022. Sala á hreinum rafbílum jókst mest og voru þeir 12% nýskráninga.

Hlutfall rafbílanna mun hækka hratt næstu árin enda er markið sett á að banna sölu á bílum með sprengihreyfil sem notar bensín eða dísil árið 2035. Bann mun leiða til gríðarlegra breytinga í bílaaiðnaðinum og virðiskeðju hans. Færri hreyfanlega hluti þarf til smíði rafbíls en hefðbundins bíls sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti og allt viðhald minnkar og einfaldast. Þetta hefur áhrif á framleiðendur bílahluta vítt og breitt um heiminn. Vægi bílaframleiðslu í Evrópu mun minnka jafnt og þétt. Stærsta ógnin kemur þó frá Kína, segir í nýrri skýrslu tryggingarisans Allianz Trade.

VW ID.3 er þriðji mest seldi rafbíllinn í Evrópu á árinu, næst á eftir tveimur gerðum Tesla – MYND: Volkswagen

Kínverjar áttuðu sig á því upp úr aldamótunum hversu miklir möguleikar fælust í framleiðslu rafbíla og hafa þeir fjárfest gríðarlega í þróun þeirra og tekið forystu á rafbílamarkaði heimsins. Árið 2022 seldu Kínverjar meira en tvöfalt fleiri hreina rafbíla heldur en evrópskir og bandarískir framleiðendur samanlagt. Þá eru kínverskir framleiðendur með forystu hvert sem litið er í virðiskeðju rafbíla.

Styrkleiki kínversku bílaframleiðendanna felst í yfirburðum á heimamarkaði þar sem innlendir framleiðendur ráða um 50% af markaðnum. Kínverjar hafa snúið við neikvæðum viðskiptajöfnuði í bílaverslun í jákvæða á fáeinum árum. Meðal mest seldu rafbílanna í Evrópu í fyrra voru 3 fluttir inn frá Kína. Hlutfallslega vaxandi sala rafbíla í Evrópu mun leiða til þess að æ oftar muni evrópskir bílar víkja fyrir bílum smíðuðum í Kína – frá kínverskum, bandarískum eða evrópskum framleiðendum. Merkið framan á bílnum verður þýskt, fransk, breskt eða sænskt – en stöðugt fleiri þeirra verða að óbreyttu framleiddir í Kína að mestu leyti.

Mest seldi rafbíllinn í Evrópu er Tesla Model Y – MYND: TESLA

Allianz Trade áætlar að árlegur samanlagður hagnaður evrópskra bílaframleiðenda hafi dregist saman um 7 milljarða evra árið 2030. Ef kínverskum bílaframleiðendum tekst að ná 75% markaðshlutdeild heima fyrir það ár má ætla að sala evrópskra bíla í Kína hafi minnkað um 39%, farið úr 4,4 milljónum í 2,7 milljónir bíla. Á sama tíma má búast við að árið 2030 flytji Evrópumenn inn 1,5 milljónir kínverskra bíla, sem svari til 13,5% af evrópskri rafbílaframleiðslu. Þessari breytingu fylgir mikill efnahagslegur samdráttur þar sem bílaiðnaður hefur verið mikilvægur – í Þýskalandi, Slóvakíu og Tékklandi. 

Sérfræðingar Allianz Trade velta fyrir sér hvað sé til ráða í Evrópu. Hvað geta stjórnmálamennirnir gert?

Vegna efnahagslegs mikilvægis bílaiðnaðarins fyrir Evrópuríkin gætu stjórnvöld í viðkomandi ríkjum leitað eftir gagnkvæmum hagkvæmum viðskiptasamningum við Kína og Bandaríkin. Um leið þyrfti að stórbæta hleðsluinnviði í Evrópu til að greiða götu rafbílavæðingar. Þá gæti einnig verið jákvætt fyrir þróun evrópsks bílaiðnaðar til lengri tíma að leyfa kínverska fjárfestingu í samsetningarverksmiðjum hér og þar í álfunni – að Evrópumenn læri af Kínverjum. Á sama tíma ættu evrópskir framleiðendur að leitast við að verða sjálfum sér nógir um nauðsynleg aðföng til framleiðslu á rafhlöðum og fjárfesta í þróun þeirra til framtíðar. 

Peugeot e 208 er mest seldi rafbíllinn í Frakklandi – MYND: PEUGEOT

Evrópumenn verða með öðrum orðum að gyrða sig í brók til að eiga einhverja möguleika í kapphlaupinu við Kínverja á rafbílamarkaðnum. Langar virðiskeðjur hafa orðið til í langri sögu evrópskrar bílaframleiðslu en segja má að þær þvælist að einhverju leyti fyrir í rafbílabyltingunni.

Hver framleiðandinn af öðrum er nú að endurskipuleggja framleiðslulínur og endurmennta starfsfólk til að hraða umskiptunum yfir í rafbílaframleiðslu. Tíminn sem er til stefnu er skammur. Evrópusambandið hefur þegar gefið eftir til að þóknast þýskum bílaframleiðendum. Þeir fá að framleiða bíla með sprengihreyflum sem ganga fyrir svonefndu rafeldsneyti (metan, kerósín, metanól) eða vetni eftir 2035 – ef það svarar þá enn kostnaði að gera það að 12 árum liðnum þegar hreinir rafbílar hafa þróast og orðið betri en þeir eru í dag.

Nýtt efni

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …