Samfélagsmiðlar

Gáttin hinum megin á landinu

„Möguleikarnir og fjárfestingatækifærin eru um allt svæðið. Við þurfum líka að þora að sækjast eftir því að fólk komi með okkur í þessa vegferð - að byggja upp á svæðinu,” segir Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar og fráfarandi framkvæmdastjóri Austurbrúar, um ferðaþjónustuna á Austurlandi.

Regnbogagatan (Norðurgata) á Seyðisfirði er fræg um allan heim

Jóna Árný Þórðardóttir hefur á síðustu árum verið meðal þeirra sem unnið hafa að því að fá erlend flugfélög til að fljúga beint til Egilsstaða. Það virtist í höfn þegar þýska Condor-flugfélagið lýsti áformum um að hefja flug frá Frankfurt til Egilsstaða og Akureyrar nú í maí 2023. Það voru öllum sem komið höfðu að verkefninu mikil vonbrigði að félagið hætti við áformin.

Jóna Árný Þórðardóttir – MYND: Austurbrú

Það má eiginlega segja að Jóna Árný hafi tekið sér það hlutverk að stappa stálinu í sitt fólk á málþinginu um fjárfestingar í ferðaþjónustu á Austurlandi, sem haldið var á Hótel Valaskjálf. Hún minnti fundarfólk á það hversu mikið Austurland hefði að bjóða og hversu mikilvæg uppbygging í ferðaþjónustu væri fyrir landshlutann. Hún segist bjartsýn á að það takist að koma á beinu millilandaflugi til Egilsstaða og fjárfestar sjái tækifærin sem þar felast.

Erlendur ferðamaður yfirgefur Hótel Snæfell á Seyðisfirði. Norræna bíður næstu farþega – MYND: ÓJ

Nýi bæjarstjórinn í Fjarðabyggð sagði að með því að efla ferðaþjónustuna mætti bæta lífsgæði íbúa á Austurlandi og gera samfélagið meira aðlaðandi fyrir þá sem gætu hugsað sér að flytjast þangað – með meiri þjónustu og afþreyingu, fleiri veitingahúsum og tengingum út í heim. Nægt er rýmið og tækifærin mörg. 

Steiktur steinbítur á Nielsen á Egilsstöðum – MYND: ÓJ

Á Austurlandi búa um 11.200 manns á nærri 16 þúsund ferkílómetra svæði. Flest ferðaþjónustufyrirtækin eru rekin af fjölskyldum. Fáar keðjur eru með starfsemi, samanborið við aðra landshluta. Uppbygging ferðaþjónustu á Austurlandi er og verður mjög háð aðfluttu vinnuafli. „Á Austurlandi er samheldið fjölmenningarsamfélag með lífsgæði í forgrunni,“ sagði Jóna Árný í Valaskjálf. Hún vill laða að fleira fólk.

MYND: Austurbrú

Töluvert framboð er af gistingu en eins og Jóna Árný segir þá vantar enn upp á að ferðaþjónustan á Austurlandi sé traust heilsársgrein. 

Fosshótel Austfirðir á Fáskrúðsfirði – MYND: ÓJ

„Við erum að tala um landshluta sem gæti verið nýr útgangspunktur á landinu – ef við værum með beint millilandaflug til Egilsstaða til viðbótar við millilandaferjuna á Seyðisfirði. Þá gæti fólk allt eins komið til Egilsstaða, ferðast um Austurland eða Norðausturland, farið suður og þaðan heim. Við erum staðsett akkúrat hinum megin á landinu frá helstu gáttinni – Keflavíkurflugvelli. Við höfum þess vegna í mörg ár unnið ötullega að því að fá beint millilandaflug til Egilsstaðaflugvallar.

Stóra myndin – Framtíðarsýnin – MYND: Austurbrú

Við vorum komin skrambi nálægt því núna í vor. Því miður gekk það ekki í þessari umferð en það er svo sannarlega komin sprunga í glerþakið. Nú er það okkar allra að sýna fram á að áfangastaðurinn sé tilbúinn fyrir næstu atrennu.”

Miklar vonir eru bundnar við að Stuðlagil verði einn fjölsóttasti áfangastaður landsins – MYND: Austurbrú

Jóna Árný segir að eitt af því sem fram hafi komið sé að á háönninni fyrir austan skorti innviði. Þess vegna þurfi að auka fjárfestingar til að geta haldið úti þjónustu allt árið.

„Hvort kemur á undan, hænan eða eggið? Við reyndum að fá hænuna og komumst langt. Nú erum við að tala um eggið. Þetta er ekki spurningin hvort, heldur hvenær – og hversu hratt við komumst. Möguleikarnir og fjárfestingatækifærin eru um allt svæðið. Við þurfum líka að þora að sækjast eftir því að fólk komi með okkur í þessa vegferð – að byggja upp á svæðinu.”

Egg skógarþrastarins á Djúpavogi – MYND: ÓJ

Jóna Árný nefndi að unnið væri að miðbæjarskipulagi margra bæjanna á Austurlandi en Seyðisfjörður með öll sín gömlu hús og sögu væri þegar orðinn áfangastaður fólks. Metnaður og áhugi væri í mörgum byggðalögum fyrir austan til byggja ofan á öfluga kjarnastarfsemi sem fyrir væri í atvinnulífi þeirra, búa til upplifun og lím til að samfélög héldu áfram að vaxa. Hugsanlega gæti ferðaþjónustan eflt trúna á framtíðina. 

Nýtt efni

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …