Gáttin hinum megin á landinu

„Möguleikarnir og fjárfestingatækifærin eru um allt svæðið. Við þurfum líka að þora að sækjast eftir því að fólk komi með okkur í þessa vegferð - að byggja upp á svæðinu,” segir Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar og fráfarandi framkvæmdastjóri Austurbrúar, um ferðaþjónustuna á Austurlandi.

Regnbogagatan (Norðurgata) á Seyðisfirði er fræg um allan heim MYND: ÓJ

Jóna Árný Þórðardóttir hefur á síðustu árum verið meðal þeirra sem unnið hafa að því að fá erlend flugfélög til að fljúga beint til Egilsstaða. Það virtist í höfn þegar þýska Condor-flugfélagið lýsti áformum um að hefja flug frá Frankfurt til Egilsstaða og Akureyrar nú í maí 2023. Það voru öllum sem komið höfðu að verkefninu mikil vonbrigði að félagið hætti við áformin.

Jóna Árný Þórðardóttir - MYND: Austurbrú

Það má eiginlega segja að Jóna Árný hafi tekið sér það hlutverk að stappa stálinu í sitt fólk á málþinginu um fjárfestingar í ferðaþjónustu á Austurlandi, sem haldið var á Hótel Valaskjálf. Hún minnti fundarfólk á það hversu mikið Austurland hefði að bjóða og hversu mikilvæg uppbygging í ferðaþjónustu væri fyrir landshlutann. Hún segist bjartsýn á að það takist að koma á beinu millilandaflugi til Egilsstaða og fjárfestar sjái tækifærin sem þar felast.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.