Hægir á verðhækkunum fyrir sumarvertíðina

La barceloneta ströndin í Barcelona. Mynd: Lucrezia Carnelos / Unsplash

Það má gera ráð fyrir að þúsundir Íslendinga muni fljúga til Spánar nú í sumar og fyrir þennan stóra hóp eru það jákvæð tíðindi að hægt hefur verulega á verðhækkunum á mat og drykk þar í landi. Þessi þróun er helsta ástæða þess að verðbólga á Spáni mældist aðeins 2,9 prósent í maí sem er minnsta hækkun milli mánaða í 2 ár samkvæmt frétt Financial Times.

Framboð á Spánarreisum frá Íslandi er mjög mikið nú í sumar, bæði á vegum ferðaskrifstofa og flugfélaga eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. Þar er hægt er að sía úrvalið af áætlunarflugi með því að skrifa nafn lands eða áfangastaðar í tómu línuna efst.