Samfélagsmiðlar

Lissabon er hagstæðust

Í árlegri breskri könnun á ferðakostnaði skaust Lissabon upp fyrir borgir Austur-Evrópu á lista yfir þá áfangastaði í álfunni þar sem ódýrast er fyrir ferðamanninn að dvelja og njóta lífsins. Dýrustu borgirnar að gista í eru Amsterdam og Feneyjar. Könnunin náði ekki til höfuðborgar Íslands.

Kaffi drukkið við glugga Hotel Lisboa Plaza við Avenida da Liberdade í Lissabon

Þessi umrædda könnun er gerð af Post Office í Bretlandi, opinbert fyrirtæki sem tekur á móti pósti í landinu og rekur jafnhliða sölubúðir. Greindur var kostnaður við ferðir til 35 evrópskra borga. Í ljós kom að í Lissabon er ódýrast að dvelja í fríinu og skákar hún austur-evrópskum borgum sem hafa verið hagstæðastar. Í næstu sætum á eftir Lissabon koma nú Vilníus, Kraká og Aþena. Í hópi með þessum fyrrnefndu borgum teljast Ríga, Zagreb og Búdapest í Austur-Evrópu hagstæðir áfangastaðir en Lille í Frakklandi og næst stærsta borg Portúgals, Portó, eru líka í þessum hópi. 

Hagstæðustu ferðaborgirnar:

1LissabonPortúgal
2Vilníus  Litaén
3KrakáPólland
4AþenaGrikkland
5RígaLettland
6Portó Portúgal   
7ZagrebKróatía
8BúdapestUngverjaland
9VarsjáPólland
10LilleFrakkland

Borinn er saman kostnaður ferðamanna við kaup á hinu og þessu sem algengt er að fylgi ferðalögum, þar á meðal eru þriggja rétta máltíð fyrir tvo með víni, drykkir og tvær nætur á þriggja stjörnu hóteli, skoðanaferð og strætókostnaður.

Kvöld í Lissabon – MYND: ÓJ

Verðlag í Lissabon hafði almennt aðeins hækkað um 2 prósent frá í fyrra. Mestu munar um hversu lítið verð á hótelgistingu í portúgölsku höfuðborginni hefur hækkað, eða aðeins 5,2 prósent frá 2022. Í öðrum borgum sem könnunin náði til hefur hótelverð hækkað miklu meira. Í 27 borganna hefur verð á hótelgistingu hækkað vel yfir 50 prósent. 

Lægsti hótelkostnaður:

1.LissabonPortúgal
2.AþenaGrikkland
3.VilníusLitáen
4.KrakáPólland
5.RígaLettland

Hæsti hótelkostnaður:

1.AmsterdamHolland
2.FeneyjarÍtalía
3.DublinÍrland
4.FlórensÍtalía
5.BelfastNorður-Írland

Afgreiðsla hótels í Feneyjum – MYND: ÓJ

Gistikostnaður í Lissabon er aðeins fjórðungur af því sem hann er í Feneyjum, sem eru næstar á eftir Amsterdam á lista borga með hæsta hótelkostnaðinn. Könnunin náði hvorki til Reykjavíkur né Óslóar, sem telja verður meðal dýrustu borga í álfunni. 

Útsýnisstaður í Lissabon – MYND: ÓJ

Lækkun á gengi breska pundsins og almennar verðhækkanir í Evrópu leiða til þess að breskir ferðamenn þurfa frekar nú en oft áður að vega og meta vel fyrirfram áætlaðan ferðakostnað, leita að hagkvæmustu leiðum til að ferðast og njóta lífsins í sumarfríinu. 

Sardínur í Portó – MYND: ÓJ

Ódýrasti maturinn á veitingahúsi:

1.LissabonPortúgal
2.AþenaGrikkland
3.PortóPortúgal
4.VilníusLitáen
5.ZagrebKróatía

Mathöllin Mercado da Ribeira í Lissabon er vinsæl meðal ferðafólks – MYND: ÓJ

Dýrasti maturinn á veitingahúsi:

1.KaupmannahöfnDanmörk
2.HelsinkiFinnland
3.VínAusturríki
4.GenfSviss
5.NiceFrakkland

Það er frekar ódýrt að ferðast um Lissabon – MYNDIR: ÓJ

Breskir ferðamenn eru nú næst stærsti þjóðarhópurinn í ferðamannaflóru Íslands. Eins og Túristi hefur greint frá þá fóru 127 þúsund útlendingar í gegnum vopnaleitin í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í apríl. Þar á meðal voru 24 þúsund Bretar. Aðeins Bandaríkjamenn voru fleiri, eða 38 þúsund. Stór hluti breskra ferðamanna kemur hingað í stuttar ferðir. Flogið er til Íslands frá 13 flugvöllum í Bretlandi. Flestir koma hingað með flugvélum frá Manchester-flugvelli, í næstu sætum eru Heathrow og Gatwick við London. Ljóst er að breskir ferðamenn geta valið um fjölda flugferða á hagstæðu verði – en dálítið annað gildir um verð á gistingu, mat, drykkjum og afþreyingu.

Nýtt efni

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …