Þessi umrædda könnun er gerð af Post Office í Bretlandi, opinbert fyrirtæki sem tekur á móti pósti í landinu og rekur jafnhliða sölubúðir. Greindur var kostnaður við ferðir til 35 evrópskra borga. Í ljós kom að í Lissabon er ódýrast að dvelja í fríinu og skákar hún austur-evrópskum borgum sem hafa verið hagstæðastar. Í næstu sætum á eftir Lissabon koma nú Vilníus, Kraká og Aþena. Í hópi með þessum fyrrnefndu borgum teljast Ríga, Zagreb og Búdapest í Austur-Evrópu hagstæðir áfangastaðir en Lille í Frakklandi og næst stærsta borg Portúgals, Portó, eru líka í þessum hópi.
Skráðu þig inn til að lesa
Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.