Samfélagsmiðlar

Meira tap en áður í ársbyrjun

Afkoman hjá Icelandair á fyrsta ársfjórðungi var verri en hún hefur verið um langt árabil ef Covid-árið 2020 er undanskilið. Skýringin liggur meðal annars í mun minni fiskútflutningi.

Sætanýtingin hefur ekki áður verið eins góð hjá Icelandair á fyrsta ársfjórðungi. Félagið nýtir líka í auknum mæli minni þotur en áður var og þurfti að sameina ferðir vegna veðurs.

Fyrsti fjórðungar hvers ár er vanalega í mínus hjá flugfélögum í okkar heimshluta og það var viðbúið að bæði Icelandair og Play yrðu rekin með tapi þessa fyrstu þrjá mánuði ársins. Félögin birtu uppgör sín í lok síðustu viku og niðurstaðan var tap upp á rúma 9 milljarða hjá Icelandair og þrjá hjá Play. Félögin reikna sér á móti skattalega inneign sem nýtist þegar afkoman verður jákvæð.

Tapreksturinn hjá Play nemur nú 14 milljörðum króna síðustu 25 mánuði, frá ársbyrjun 2021 og fram til loka marsmánaðar. Sú upphæð er einum milljarði hærri en sem nemur öllu því hlutafé sem fjárfestar hafa lagt í rekstur flugfélagsins.

Hjá Icelandair var tapið á fyrsta fjórðungi meira en verið hefur um langt skeið ef Covid-árið 2020 er tekið út fyrir sviga. Þetta á bæði við um heildartapið og eins rekstrarafkomuna (Ebitda) eins og sjá má hér fyrir neðan en þar eru uppgjör Icelandair í bandaríkjadollar umreiknuð í krónur miðað við meðalgengi á hverju tímabili fyrir sig.

Lítill sem enginn lax

Það kom fram í máli tilkynningu Icelandair að þungur róður í fraktfluti sé ein af helstu skýringunum á verri afkomu. Spurður um nánari útskýringar á þessu þá segir Guðni Sigurðsson, talsmaður Icelandair, í svari til Túrista að ástandið hafi verið erfitt á fraktmörkuðum og minni eftirspurn um allan heim.  

„Eftirspurn eftir dýrari vörum eins og ferskum fiski frá Íslandi hefur dregist saman á lykilmörkuðum sem rekja má til veikari efnahags sem er afleiðing af stríðinu í Úkraínu.  Lítill sem enginn lax er framleiddur á Íslandi í dag vegna sýkingar í framleiðslu, en laxinn mun byrja aftur að fara á markaði um miðjan júlí.  Þá hefur flugáætlun okkar verið óregluleg, sem hefur haft áhrif á eftirspurn til skamms tíma,“ útskýrir Guðni.

Hann bætir því við að áfram sé stefnt að því að byggja upp miðstöð fyrir flugfrakt á milli Evrópu og Norður-Ameríku hér á Íslandi.

„Við höfum mikla trú á þeim tækifærum sem það mun skapa.  Vel hefur gengið að afla nýrra viðskiptavina sem nýta þjónustuna á Norður Atlantshafinu og við merkjum vaxandi áhuga á viðskiptum við Icelandair Cargo á N-Atlantshafinu. Í dag er flogið til frá Liege í Evrópu til New York og Chicago og svo í haust mun Los Angeles bætast við.“

Veðrið setti strik í reikninginn

Í janúar og febrúar þurfti Icelandair að aflýsa fimm af hverjum 100 ferðum á milli landa og 27 prósent af innanlandsfluginu. Þetta eru fleiri ferðir en félagið hefur áður þurft að fella niður og kom þetta niður á afkomunni.

Aftur á móti voru þotur Icelandair þéttsetnari á fyrsta ársfjórðungi en þær hafa áður verið á þessum árstíma því sætanýtingin var að jafnaði 78 prósent. Gera má ráð fyrir að fyrrnefndar aflýsingar hafi þar áhrif enda hefur þurft að sameina ferðir vegna veðurs. Einnig ber að hafa í huga að Icelandair nýtir nú í mun meira mæla minni þotur en áður. Í Boeing Max 8 þotunum eru til að mynda aðeins 160 sæti en þau eru 183 í gömlu Boeing 757 þotunum.

Áfram gert ráð fyrir hagnaði í ár

Þrátt fyrir þunga byrjun á árinu þá gera stjórnendur Icelandair ráð fyrir hagnaði í ár og vísa meðal annars til mun betri bókunarstöðu áður fyrir næstu 6 mánuði og lækkun eldsneytisverðs. Ef Icelandair verður réttum megin við núllið í ár verður það í fyrsta sinn frá árinu 2017 sem félagið skilar hagnaði.

Þess má geta að stjórn Icelandair tilkynnti sl. föstudag um nýja kaupréttarsamninga við fimmtíu stjórnendur hjá flugfélaginu. Skiptir hópurinn á milli sín nærri 400 milljónum hlutum en mest fær forstjórinn en í hans hlut koma 22 milljónir hluta. Markaðsvirði þeirra er í dag um 44 milljónir kr.

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …