Það voru rúmlega 60 þúsund farþegar sem áttu leið um aðra flugvelli en Keflavíkurflugvöll í mars síðastliðnum. Til samanburðar voru farþegarnir 69 þúsund í mars árið 2017 en síðan þá hefur Icelandair dregið úr Grænlandsflugi úr Vatnsmýrinni og flutt útgerðina til Keflavíkurflugvallar.