Samfélagsmiðlar

Miklu ódýrara þotueldsneyti en lækkunin skilar sér ekki öll til flugfélaganna

Olíuverð hefur lækkað hratt að undanförnu en kaup á þotueldsneyti eru annar af tveimur stærstu kostnaðarliðunum í rekstri flugfélaga.

Þegar olíuverðið rauk upp í fyrra þá hækkuðu Icelandair og Play svokallað eldsneytisálag. Sú viðbót hefur ekki verið dregin tilbaka.

Icelandair borgaði 8,9 milljarða króna fyrir eldsneyti á þoturnar fyrstu þrjá mánuði ársins og hjá Play hljóðaði reikningurinn upp á 2 milljarða. Þennan fyrsta fjórðung ársins var markaðsverð á þotueldsneyti hátt í 1.100 dollarar að jafnaði.

Í dag er verðið 715 dollarar og hefur það ekki verið lægra síðan í nóvember árið 2021.

Flugfélögin njóta þó ekki þessarar verðlækkunar að öllu leyti þessa dagana því stjórnendur þeirra hafa gert framvirka samninga um kaup á eldsneyti fyrir næstu mánuði. Þannig hefur Icelandair fest verðið á helmingi olíunotkunarinnar á yfirstandandi ársfjórðungi, apríl til júní, á 897 dollara. Play borgar að jafnaði 919 dollara fyrir 45 prósent af sinni eldsneytisþörf á þessu tímabili.

Á þriðja ársfjórðungi, júlí til september, hefur Icelandair skuldbundið sig til að greiða 878 dollara fyrir helming af eldsneytinu en Play 922 dollara fyrir 4 af hverjum 10 tonnum eins og sjá má hér fyrir neðan.

Sem fyrr segir þá er stór hluti af kostnaði flugrekenda bundinn kaupum á eldsneyti og til að draga úr sveiflum í rekstrinum þá gera flugfélög oft samninga um kaup á eldsneyti á ákveðnu verði fram í tímann. Þannig er komið í veg fyrir að umtalsverðar verðhækkanir á olíu hafi mikil áhrif á reksturinn með stuttum fyrirvara.

Wow Air var aldrei með svona varnir en Icelandair hefur hins vegar lengi haft þann háttinn á að kaupa alla vega helmingin af notkuninni langt fram í tímann. Festi félagið þá vanalega verðið á 54 prósentum af eldsneytisþörfinni til næstu 12 mánaða og 10 prósent af notkuninni fyrir næstu sex mánuði þar á eftir. Þessi stefna var lögð til hliðar í heimsfaraldrinum og hlutföllin því önnur í dag eins og sjá má hér fyrir ofan.

Greiddu yfirverð í ársbyrjun

Svona eldsneytisvarnir eru í raun veðmál milli flugfélaga og mótaðila, annar tapar og hinn græðir allt eftir því hvernig heimsmarkaðsverðið sveiflast. Og miðað við uppgjör Icelandair og Play fyrir fyrsta fjórðung borguðu félögin yfirverð að einhverju leyti vegna þessara samninga. Hjá Play var bókfært tap vegna olíuvarna 344 milljónir kr. en 284 milljónir hjá Icelandair.

Spár gerðu ráð fyrir miklu lægra verði

Það er erfitt og jafnvel ómögulegt að sjá fyrir þróun á olíuverði því stríðsátök og ákvarðanir einræðisherra geta haft gríðarleg áhrif. Heimsmarkaðsverðið rauk til að mynda upp í fyrra þegar Rússar réðust inn í Úkraínu. Verðið í fyrra var því miklu hærra en gert hafði verið ráð fyrir í spám sem sérfræðingar Icelandair og Play gáfu út í tengslum við hlutafjárútboð félaganna á sínum tíma.

Í kynningargögnum á útboði Play sumarið 2021 var miðað við að verð á tonni af þotueldsneyti gæti farið upp í 660 dollara sem á þeim tímapunkti var tíu prósent hærra en markaðsverðið. Í útboði Icelandair haustið 2020 var kynnt spá um að meðalverð á þessu ári yrði 466 dollarar.

Ekki algilt að verðið hækki yfir sumarið

Sem fyrr segir er verðið í dag 715 dollarar en á árunum 2016 til 2018 hækkaði það vanalega yfir sumarmánuðina þegar eftirspurnin var mest. Árið 2019 tók verðið dýfu í maí og hélst svo lægra yfir sumarvertíðina en það hafði verið á fyrsta ársfjórðungi þess árs.

Hvort það gerist aftur í ár er þó ómögulegt að segja til um en ljóst er að bæði Icelandair og Play munu borga hátt í 900 dollara fyrir helming af sínu eldsneyti í sumar.

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …