Mun ræða sérstöðu Íslandsflugs við Ursulu

Ursula Von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Mynd: ESB

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun eiga fund með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í Ráðherrabústaðnum á morgun í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins. Til umræðu verða meðal annars breytingar á viðskiptakerfi með losunarheimildir sem aðildarþjóðir ESB hafa samþykkt.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur hins vegar gefið út að ekki koma til greina að innleiða löggjöfina óbreytta.

Með breytingunum verða álögur á mengun frá flugrekstri auknar og er það mat íslenskra stjórnvalda að það muni hafa neikvæð áhrif á samgöngur til og frá Íslandi og um leið skerða samkeppnisstöðu Icelandair og Play á markaði fyrir flugferðir yfir Norður-Atlantshafið. Hafa íslensk stjórnvöld árangurslaust reynt að fá fram breytingar á þessari hertu löggjöf en tilgangur þessara nýju reglna er meðal annars að beina fólki að öðrum ferðamátum: lestarferðum og öðrum almenningssamgöngum, í staðinn fyrir flug.

Þessir valkostir sem ekki eru í boði fyrir eyríki eins og Ísland ekki frekar en íbúa Möltu en stjórnvöld þar hafa þó samþykkt breytingarnar.

Líkt og fram kom í viðtali Túrista við Lilju Dögg Alfreðsdóttur, viðskiptaráðherra, þá eru íslensk stjórnvöld með plan B ef ekki verður fallist á kröfur Íslendinga um breytingar á losunarkerfinu.