Samfélagsmiðlar

Óvissa til sölu

„Er hægt að markaðssetja óvissuna sem vetrarmánuðurnir skapa? Er hægt að gera þessa óvissu aðlaðandi?” Þannig spurði Hildur Sveinbjörnsdóttir, fyrirtækjaráðgjafi hjá Arctica Finance, á málþingi um fjárfestingarmöguleika í ferðaþjónustu á Austurlandi. Mikil árstíðasveifla einkennir ferðaþjónustuna eystra. Tækifærin felast í því að laða fleiri að yfir vetrartímann.

Hildur Sveinbjörnsdóttir, fyrirtækjaráðgjafi hjá Arctica Finance

Arctica Finance hefur komið að ýmsum stórum fjármögnunarverkefnum í ferðaþjónustu á síðustu árum. Fyrirtækið veitti þremur lífeyrissjóðum ráðgjöf í hlutabréfaútboði Icelandair, vann með Travel Connect við kaup á Terra Nova og Iceland Travel, sá um hlutabréfaútboð Play og skráningu á First North, veitti Landhotel ráðgjöf við fjárhagslega endurskipulagningu og aðstoðaði við samruna Kynnisferða og Eldeyjar í Icelandia og við kaupin á Actice. 

Nú er spurningin hvort einhver stórverkefni birtist fyrir austan.

Við Gufufoss í Seyðisfirði – MYND: ÓJ

Hildur Sveinbjörnsdóttir, fyrirtækjaráðgjafi hjá Arctica Finance, ræddi á málþingi á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum í vikunni möguleikana í fjárfestingum í ferðaþjónustu á Austurlandi. Hún byrjaði á hinum árþúsunda gömlu vangaveltum um það hvort komi á undan hænan eða eggið í því skyni að meta hvort fyrst ætti að sækja fjármagn og byggja upp innviði ferðaþjónustu á Austurlandi – og laða síðan að ferðamenn, eða hvort ætti sækjast eftir því að fá sem flesta ferðamenn til að fjárfestar sjái og sannfærist um að fjárfesting þeirra geti verið arðbær. 

Gömul hús á Fáskrúðsfirði – MYND: ÓJ

Hvort kemur á undan – hænan eða eggið? Á Djúpavogi – MYND: ÓJ

Suðurland dregur til sín flesta ferðamenn. Þangað streyma þeir beint frá Keflavíkurflugvelli eða frá gististað í Reykjavík allt austur í Reynisfjöru eða að Jökulsárlóni, fram og til baka á einum degi, eða aka Gullna hringinn. Allt eru þetta staðir sem eru vel og rækilega markaðssettir. Staðan á Austurlandi er allt önnur – í þeim landshluta sem fjærstur er alþjóðaflugvellinum.

MYND: Arctica Finance

Á meðan 70-80 prósent erlendra ferðamanna fara um Suðurland fær Austurland aðeins 20-30 prósent þeirra. Árstíðasveiflan er lítil á Suðurlandi, umferðin nokkuð jöfn árið um kring, en til Austurlands kemur þorri ferðamanna á tímabilinu frá apríl og fram í október. Lægsta hlutfall heimsókna á Suðurlandi er um 70 prósent en 8 prósent á Austurlandi. Þarna er himinn og haf á milli, eins og fram kom í máli Hildar Sveinbjörnsdóttur.

Stuðlagil – MYND: Austurbrú

Borgarfjörður eystri. Fremst Hafnarhólmi – MYND: Austurbrú

Það er enginn skortur á seglum á Suðurlandi til að draga að ferðafólk, sem getur séð þá flesta á einum eða tveimur dögum. Austurland á líka sína segla. Hildur nefndi Stuðlagil, Hafnarhólma og Hengifoss. „Austurland á dýrmætar perlur en það þarf að markaðssetja þær enn frekar til þess að draga fleiri ferðamenn að – sérstaklega yfir vetrarmánuðina. Gott væri ef markaðssetningin væri samspil hins opinbera, sveitarfélaga og hagaðila á svæðinu,” sagði Hildur. Starfsfólk Austurbrúar í salnum lyftu hugsanlega brúnum. Austurbrú er einmitt vettvangur þessa markaðsstarfs. 

MYND: Arctica Finance

Það er varla hægt að bera saman 1.000 heimsóknir ferðamanna í Stuðlagil í ágúst við aðeins 10 manns á dag í desember og fram í janúar – og kalla það sveiflu. Það er eiginlega nær að segja að nánast enginn fari í Stuðlagil á veturna. Þar er bergið í klakaböndum og óvíst hvort aðdráttaraflið sé það sama og á sumardegi. Þetta er líka auðvitað spurning um aðgengi og öryggi, eins og Hildur nefndi. „Mögulega eru ákveðnir áfangastaðir óraunhæfir yfir vetrarmánuðina. Eru þá aðrir sem henta betur og hægt er að markaðssetja? Er hægt að markaðssetja óvissuna sem vetrarmánuðurnir skapa? Er hægt að gera þessa óvissu aðlaðandi?”

Stórt er spurt. 

Á Fjarðarheiði – MYND: ÓJ

MYND: Arctica Finance

Fram kom í erindinu að umferð á Austurlandi er fjórum sinnum meiri í ágúst en í janúar. Hildur segir óraunhæft að búast við að umferðin verði álíka í þessum tveimur mánuðum, tækifærin felist í að fjölga skipulögðum ferðum frekar en að draga að fólk í bílaleigubílum við vetraraðstæður. Hún telur að ferðaþjónustufólk fyrir austan gæti sameinast um að skapa aðstæður fyrir skipulagðar óvissu- og ævintýraferðir á veturna. Til að byrja með mætti setja af stað tilraunaverkefni af þessu tagi i samstarfi við rútufyrirtæki. „Ef óvissan er markaðssett með aðstoð opinberra aðila og ferðamönnum fjölgar yfir vetrarmánuðina þá ættu fjárfestar að sjá aukin tækifæri til fjárfestinga á svæðinu.“ 

Ein ævintýraleiðin liggur um Öxi – MYND: ÓJ

MYND: Arctica Finance

Það hafa helst verið Byggðastofnun og sparisjóðir heimamanna, frekar en stóru bankarnir, sem lánað hafa fé til uppbyggingar í ferðaþjónustu á landsbyggðinni, sagði Hildur, og benti á hið augljósa að það þarf að laða að fleiri fjárfesta að verkefnum. „Með markaðssetningu á náttúruperlum Austurlands, samstarfi hagsmunaaðila og uppbyggingu á óvissuferðum yfir vetrarmánuðina – og samstarfi við fjárfesta á svæðinu – ætti ferðamönnum að fjölga yfir vetrarmánuðina. Um leið og axlarmánuðirnir eru farnir að skila frekari tekjum þá verður fjárfestingin arðbærari fyrir nýja fjárfesta, og aðgengi að fjármagni í uppbyggingu yrði aðgengilegra.“ 

Hreindýr í ætisleit – MYND: ÓJ

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …