Samfélagsmiðlar

Rafknúnar rútur taka fram úr dísilknúnum

Bílaöldin hófst fyrir alvöru fyrir rúmum 100 árum og síðan þá hefur sprengihreyfilinn knúið flest ökutæki. Þetta er að breytast hratt - ekki síst í rútubílaakstri. Þar hafa orðið straumhvörf: Rafrúturnar verða ráðandi innan fárra ára en dísilrútan hverfur.

Rafvagn frá kínverska bílaframleiðandanum BYD

Tölur frá Evrópu á fyrsta ársfjórðungi 2023 sýna að innan við helmingur af seldum rútubílum eru dísilknúnar. Blendingar eru orðnir algengari en þær dísilknúnu en rútur með rafhlöður munu brátt taka forystuna og verða algengastu fólksflutningsfarartæki á vegum Evrópu. 

Strætisvagnar eru stærsti hluti rútubílasölunnar, eða um 60 prósent, en afgangurinn eru langferðabílar af ýmsum stærðum. Losun frá hefðbundnum dísilknúnum rútubílum í þessum stærðarflokki hefur numið allt að einu kílói á hvern ekinn kílómetra í samanburði við um 100 gramma losun venjulegra fólksbíla á hvern kílómetra. Á móti kemur að hver rúta flytur fleiri farþega og deilist losunin þá á hvern þeirra. 

Lítill rafstrætó í Róm – MYND: ÓJ

Með rafvæðingu rútuflotans felast því gríðarleg tækifæri til að draga úr losun frá bílasamgöngum. Svokallaður hleðslukvíði verður líka úr sögunni en svo er lýst áhyggjum rafbílaeigandans af því að rafhleðslan dugi ekki tiltekna vegarlengd. Almenningsvagnarnir ganga tilteknar leiðir og auðvelt er að meta hversu langt hleðslan dugir. Þeim er síðan lagt á hleðslustað yfir nóttina. Eign eða íhlutun almannavaldsins tryggir oftast nægt fjármagn til viðhalds og endurnýjunar. 

Hlutfallslega minnkandi sala á díslknúnum rútum í Evrópu felur ekki í sér að einungis hreinir rafbílar komi í staðinn. Hreinar rafrútur eru enn aðeins um 30 prósent af markaðnum en nú seljast fleiri blendingar eða hybrid-rútur en dísilknúnar. Smám saman víkja blendingarnir þó fyrir hreinum rafknúnum ökutækjum. Þau lönd Evrópu sem lengst eru komin og hafa lýst mestum metnaði á þessu sviði eru Holland og Danmörk. Í báðum löndum er stefnt að því að síðustu rúturnar með sprengihreyfil verði seldar árið 2025. Írar stefna að því sama árið 2030. Margar borgir Evrópu hafa sett sér það markmið að útrýma dísilknúnum almenningsvögnum fyrir 2040. Þá verði þær hreinlega bannaðar.

Rafvæðing rútuflotans er ekki langt komin á Íslandi – MYND: ÓJ

Umbreytingin frá sprengihreyfli yfir í rafhlöðu í strætisvögnum er mjög hröð í nokkrum Evrópulöndum. Á fyrsta fjórðungi ársins 2023 voru einungis seldir rafknúnir strætisvagnar fyrir borgir og bæi í Hollandi, Danmörku, Litáen og Írlandi.

Blendingar eða hybryd-vagnar eru algengari í stærri og fjölmennari Evrópulöndunum og enn seljast rútur grimmt í Frakklandi, á Spáni og Ítalíu sem ganga fyrir náttúrugasi, sem er aðeins umhverfisvænna en dísil.

Dísilrútur bíða farþega við Flugstöð Leifs Eiríkssonar – MYND: ÓJ

Evrópusambandið stefnir að því að árið 2030 verði einungis seldar rútur án kolefnislosunar. Nýjustu sölutölur og yfirlýsingar einstakra borga og aðildarlanda sýna að þetta metnaðarfulla markmið ætti að geta náðst. Það er hinsvegar enginn ástæða fyrir Evrópumenn að hreykja sér um of því að Kínverjar hafa þegar tekið forystuna í að rafvæða almenningssamgöngur sínar. Árið 2022 var hlutfall seldra rútubíla án kolefnislosunar orðið 92 prósent af heildinni í Kína. Svo hátt hlutfall grænna almenningssamgangna í Evrópu virðist þó vera innan seilingar. Nefna má sem dæmi að stærsta almenningsflutningafyrirtæki Norðurlanda, Nobina í Finnlandi, gekk einmitt á síðasta ári frá kaupum á 30 hreinum rafvögnum frá kínverska framleiðandanum BYD, sem er framarlega á þessu sviði.

Reykurinn frá brennslu jarðefnaeldsneytisins leysist smám saman upp yfir þjóðvegum og heyrir sögunni til. 

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …