Samfélagsmiðlar

Ríkisstuðningur við flugfélög getur gefið góða ávöxtun

Farin var önnur leið í fjárhagslegri aðstoð við flugrekstur á Íslandi en í Noregi og Þýskalandi, þar sem stuðningur var tengdur eignarhlut eða rétti til hlutafjárkaupa.

Norska ríkið fær nú kost á að breyta lánum sínum til Norwegian í hlutafé. Gengi hlutabréfanna hefur hækkað um fjórðung síðustu vikur.

Þegar heimsfaraldurinn hófst og botninn datt úr rekstri flugfélaga fengu mörg þeirra myndarlegan stuðning frá hinu opinbera. Fyrirkomulagið á þessum styrkjum var með ýmsum hætti og í sumum tilvikum eignaðist ríkissjóður umtalsverðan hlut í flugfélögunum.

Þýsk stjórnvöld fóru þá leið þegar Lufthansa var rétt hjálparhönd í upphafi kórónuveirufaraldursins með 9 milljarða evru innspýtingu. Ríkissjóður eignaðist um leið fimmtungshlut í þessari stærstu flugfélagasamsteypu Evrópu en hlutabréfin voru seld í fyrra og hagnaðist þýska ríkið um 760 milljónir evra á viðskiptunum.

Þotur Lufthansa í Frankfurt sem er helsta starfsstöð félagsins. -Mynd: Lufthansa

Sú upphæð jafngildir um 115 milljörðum íslenskra króna í dag en til samanburðar er markaðsvirði Icelandair 74 milljarðar króna.

Bréfin rokið upp síðustu daga

Nú er röðin komin að norskum stjórnvöldum að innleysa hagnað af stuðningi sínum við Norwegian. Um mánaðamótin hefur norska ríkið nefnilega kost á því að breyta lánum sínum til flugfélagsins í hlutafé. Lánsupphæðin nemur 1,2 milljörðum norskra króna og svo lengi sem gengi hlutabréfanna í Norwegian er hærra en 9,39 krónur á hlut þá kemur norski ríkissjóðurinn út í plús, ef láninu verður breytt í hlutabréf og þau seld.

Gengi hlutabréfa í Norwegian hefur hækkað um 24 prósent síðastliðinn mánuð og er í dag 12,68 krónur.

Fá líka hlut í SAS

Til viðbótar við fyrrnefnt lán þá fékk Norwegian einnig almenna opinbera styrki í heimsfaraldrinum og þarf gengi hlutabréfa í flugfélaginu að fara upp í 13,5 krónur á hlut ef norska ríkið ætlar að fá allan stuðning sinn við Norwegian, á árunum 2020 og 2021, tilbaka samkvæmt frétt Dagens Næringsliv.

Þotur keppinautanna Norwegian og SAS við Gardermoen í Ósló. -Mynd: Avinor

Það er hins vegar útlit fyrir að ríkisstuðningurinn til SAS muni ekki skila sér í nánustu framtíð. Norskir ráðamenn hafa þó gefið út að lánveitingum til flugfélagsins verður breytt í eignarhlut í boðuðu hlutafjárútboði flugfélagsins síðar á þessu ári.

ASÍ lagði til að ríkið fengi veð í hlutafé

Icelandair Group var það fyrirtæki hér á landi sem fékk langhæstu uppsagnarstyrkina í heimsfaraldrinum eða hátt í fjóra milljarða króna. Til viðbótar samþykkti Alþingi að veita flugfélaginu ríkisábyrgð á láni upp á um 15 milljarða króna gegn veði í vörumerki, bókunarkerfi og lendingaleyfum. Í umsögn sinni benti Ríkisendurskoðun á að afar ósennilegt væri að þessar eignir myndu standa undir kröfum sem numið gætu allt að 15 milljörðum kr.

„Annar möguleiki í stöðunni væri að ríkissjóður eignaðist hlut í félaginu ef gengið yrði á ábyrgðir eða hreinlega tæki rekstur þess yfir með það fyrir augum að finna síðar mögulega eigendur,“ sagði jafnframt í umsögn Ríkisendurskoðunar.

Þarna var bara horft til þess að íslenska ríkið eignaðist hlut í Icelandair ef allt færi á versta veg. Í umsögn ASÍ um opinberu lánalínuna til Icelandair var aftur á móti nefndur sá kostur að ríkið eignaðist hlut í Icelandair sem hefði þá verið í takt við þá leið sem Norðmenn og Þjóðverjar fóru.

Bandarísk fjárfesting í stað íslenskrar lánalínu

Icelandair nýtti aldrei þessa lánalínu þó tilvist hennar hafi komið félaginu vel, til að mynda í hlutafjárútboði haustið 2020 líkt og Ríkisendurskoðun benti á.

Stærsti hluthafinn í Icelandair í dag er bandarískur fjárfestingasjóður. Mynd: ÓJ

Ein skýringin á því að flugfélagið þurfti ekki á fjármagninu að halda er sú staðreynd að í sumarbyrjun 2021 fékk félagið inn 8 milljarða króna með útgáfu á nýju hlutafé til bandaríska lánasjóðsins Bain Capital Credit í byrjun sumars 2021. Um leið þynntist hlutur þáverandi hluthafa um 16 prósent. Þessi fjárfesting Bain Capital hefur í dag hækkað um 26 prósent.

Icelandair afsalaði sér hinni opinberu lánalínu í febrúar í fyrra og tveimur dögum síðar var nýtt bónuskerfi fyrir stjórnendur kynnt. En eins og Túristi fór yfir á sínum tíma þá hefði það verið erfitt fyrir stjórn Icelandair að leggja til þessar kjarabætur ef lánalínan hefði verið virk því það hefði mögulega stangast á við hluta af skilmálum lánveitingarinnar. Einnig hefði umræðan um kjarabæturnar mögulega ratað inn á Alþingi í framhaldinu.

Nýtt efni

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …