Samfélagsmiðlar

Sannanlega grænt og umhverfisvænt

„Það sem mun hafa mest áhrif er væntanlega að orðanotkun eins og grænt og sjálfbært, vistvænt og náttúrulegt mun að miklu leyti hverfa og eins lógó sem fylgja slíkum yfirlýsingum sem fyrirtækin hafa sjálf hannað og sett fram,” segir Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, um væntanlega reglugerð Evrópusambandsins og lagabreytingar um grænþvott.

Túristar í Reynisfjöru

Neytendur sem vilja kaupa vöru sem sannanlega er framleidd með það í huga að valda sem minnstum umhverfisáhrifum geta alls ekki treyst því að umbúðir eða fullyrðingar framleiðenda og seljenda hvað þetta varðar standist.

Grænþvottur er miklu útbreiddari en flestir átta sig á og hann tefur raunverulegar úrbætur – að árangur náist í að draga úr skaðlegum umhverfisáhrifum framleiðslu og atvinnustarfsemi. Þetta á líka við um ferðaþjónustu og vörur sem beint er að ferðafólki.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins birti í mars drög að reglugerð sambandsins gegn grænþvotti. Með væntanlegri reglugerð verður aðildarríkjum sambandsins gert að tryggja neytendum lagalega vernd gegn röngum og óstaðfestum fullyrðingum um umhverfislegt ágæti vöru eða þjónustu. 

Nokkur dæmi um grænþvottarmerki

Framleiðendur og seljendur vöru og þjónustu geta þá ekki notað jafn frjálslega og hingað til orð til að lýsa ágæti þess sem er haft til sölu. 

Það verður erfiðara að ljúga að neytendum.

Umhverfisstofnun hefur umsjón með Svaninum, einu alþjóðlega viðurkenndu vottuninni af Týpu 1, samkvæmt ISO 14024-umhverfisvottunarstaðlinum, sem notuð er hér á Íslandi. Þau sem vinna við Svansvottunina fagna tilskipun Evrópusambandsins og telja að hún eigi eftir að hafa mikil áhrif á orðanotkun og fullyrðingar í kynningum og auglýsingum. Birgitta Stefánsdóttir er sérfræðingur á sviði loftslags- og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun: 

„Það sem mun hafa mest áhrif er væntanlega að orðanotkun eins og grænt og sjálfbærtvistvænt og náttúrulegt mun að miklu leyti hverfa og eins lógó sem fylgja slíkum yfirlýsingum sem fyrirtækin hafa sjálf hannað og sett fram.”

Birgitta Stefánsdóttir – MYND: Umhverfisstofnun

Birgitta segir almenning orðinn viðkvæmari en áður fyrir villandi fullyrðingum um umhverfiságæti vara. 

„Ég myndi segja að það sé almennt mikið um óræðar fullyrðingar, kannski minna um markvisst rangar fullyrðingar.” 

Þetta getur t.d. átt við þegar einhver lýsir umhverfislegu ágæti einhvers hluta starfsemi án þess að litið sé til heildaráhrifa á umhverfi. Það sem sagt er vistvænt, vænt og grænt, þarf bara alls ekki að vera það þegar allt er tekið með í reikninginn. Það er nefnilega ekki til nein vísindaleg staðfesting á því hvað sé grænt. Með slíkum fullyrðingum fylgja gjarnan lógó sem fyrirtækin sjálf hafa hannað til að gera fullyrðingar sínar trúverðugar. Í framtíðinni verður villandi framsetning af þessu tagi í auglýsingum og á umbúðum bönnuð í aðildarríkjum Evrópusambandsins – og í framhaldi af því einnig á Íslandi. 

Búist er við að í væntanlegri reglugerð Evrópusambandsins felist krafa til aðildarríkja um að í löggjöf verði sett bann við því í viðskiptum að settar séu fram fullyrðingar um umhverfislegt ágæti nema að þær styðjist við viðurkenndar vísindalegar rannsóknir og bestu fáanlegar upplýsingar á hverju tima. Í gildi eru auðvitað lög sem banna villandi viðskiptahætti.  Reglugerð um bann við grænþvotti kemur þar til viðbótar.

Logið á umbúðum – MYND: Brian Yurasits/Unsplash

Óvíst er hvort Umhverfisstofnun fái eitthvert hlutverk í að framfylgja þeirri löggjöf sem væntanlega verður sett í kjölfar reglugerðarinnar.

Óumhverfisvæn dreifing á drykkjarvatni – MYND: ÓJ

„Regluverkið er kynnt undir þeim formerkjum að styrkja neytendavernd og samræmist þannig að miklu hlutverki Neytendastofu. Neytendastofa hefur nú þegar eftirlit með reglugerð um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu þar sem fjallað er um villandi markaðssetningu. Þannig það mætti sjá fyrir sér að eftirfylgnin lenti hjá þeim,” 

segir Birgitta Stefánsdóttir í svari við fyrirspurn Túrista um þessi efni.  

Svanurinn kynnti nýverið niðurstöður könnunar á síðasta ári meðal neytenda sem sýna að nærri sjö af tíu (66%) telja að fyrirtæki ýki oft hversu umhverfisvænar vörur þeirra eru. Neytendur treysta ekki fullyrðingum fyrirtækjanna. Birgitta Stefánsdóttir sagði á kynningarfundi sem haldinn í apríl um áreiðanlegar umhverfisvottanir að augljóst væri að neytendur yrðu sífellt þreyttari á óstaðfestum fullyrðingum um umhverfislegt ágæti. Þetta hlýtur líka að eiga við um ferðaþjónustuna. Fullyrðingar um að áfangastaður sé vistvænn eða grænn, sjálfbær og náttúrulegur verða að standast. Það gæti orðið þörf á umtalsverðum breytingum á starfsháttum þeirra sem standa að kynningum og markaðsmálum þegar umrædd lög ganga í gildi – þegar kemur að því að því að menn verða að geta staðið við það sem þeir fullyrða um eigið umhverfislegt ágæti og sjálfbærni. 

Nýtt efni

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …