Samfélagsmiðlar

Stækkunaráformin óbreytt

Þotunum hjá Play mun áfram fjölga næstu ár.

Þó afkoma Play hafi ekki verið í takt við það sem lagt var upp með þá hafa áætlanir félagsins um stækkun flugflotans ekki breyst. Fyrsta sumarið var félagið með þrjár þotur og aðrar þrjár bættust við fyrir síðustu sumarvertíð.

Nú í sumar mun floti Play samanstanda af 10 nýlegum Airbus þotum og er þetta í takt við þá áætlun sem kynnt var fjárfestum í tengslum við hlutafjárútboð fyrir tveimur árum síðan. Þar söfnuðust rúmlega 10 milljarðar króna en eftirspurnin eftir hlutabréfum í félaginu var langtum meiri en framboðið.

Í fyrrnefndri fjárfestingakynningu sagði að félagið gerði ráð fyrir að vera með tólf þotur árið 2024 og fimmtán árið 2025. Spurður um þessi áform þá segir Birgir Olgeirsson, talsmaður Play, að flotaplanið sé óbreytt.

Ekki fást svör um hversu langt félagið er komið í að leigja nýjar þotur en ljóst má vera að leiguverðið í dag er mun hærra en það var árið 2021 þegar Play var að fara í loftið. Þá buðu flugvélaleigur óvenju góð kjör vegna ástandsins sem Covid-19 hafði valdið. Forsvarsfólk Play kom því líka reglulega á framfæri að félagið þyrfti aðeins að borga fyrir þoturnar þegar þær væru í notkun.

Af þessum sökum flaug Play aldrei á miðvikudögum fyrsta sumarið þar sem eftirspurn eftir flugi á þeim degi var minni en aðra daga.

Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar og Birgir Jónsson, forstjóri Play, þegar hlutabréf flugfélagsins voru skráð á markað í júlí 2021.

Sem fyrr segir hefur tapið hjá Play verið mun meira en reiknað var með þegar flugfélagið fór í loftið. Rekstrartapið (Ebit) í fyrra nam til að mynda 44 milljónum dollara en í fjárfestakynningunni árið áður var spáð rekstrarhagnaði upp á 11 milljónir dollara. Í heildina tapaði Play 14 milljörðum króna frá ársbyrjun 2021 og fram í lok fyrsta fjórðungs 2023 en skýringin liggur meðal annars í óvenju háu olíuverði.

Stærstu hluthafar félagsins lögðu rúmlega tvo milljarða til viðbótar í reksturinn undir lok síðasta árs og nýttu sumir hluthafar þessa aukningu til að stækka hlut sinn í Play, þar á meðal lífeyrissjóðurinn Birta og sjóðir á vegum Íslandssjóða, dótturfélags Íslandsbanka.

Kjartan Smári Höskuldsson er framkvæmdastjóri Íslandssjóða. Mynd: Íslandssjóðir

„Að koma flugfélagi á laggirnar er kostnaðarsamt verkefni og mikil áskorun að skila góðri afkomu í upphafi rekstrar. Á sama tíma hefur félagið lent í erfiðum ytri aðstæðum og hefur einungis nýverið náð þeim skala sem þarf til að geta skilað góðri rekstrarniðurstöðu. Fjárfesting okkar í Play er hugsuð til lengri tíma. Trú okkar á viðskiptalíkani félagsins hefur vaxið frekar en hitt og horfum við mjög björtum augum til framtíðar Play,“ sagði Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða, í samtali við Túrista um fjárfestinguna.

Í dag eiga sjóðir í rekstri Íslandsssjóða 9,73 prósent hlut í Play en stærsti hluthafinn, Leika fjárfestingar, fer fyrir 10,87 prósentum. Næststærsti hluthafinn er sjóðastýringafyrirtækið Stefnir með samtals 10,32 prósent sem skiptist á tvo sjóði.

Nýtt efni

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …