Samfélagsmiðlar

„Tækifærin eru fyrir hendi“

„Þetta tekur tíma og það getur komið eitt og eitt bakslag. Það þýðir ekki að við eigum að gefast upp," segir Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, um hversu hægt gengur að koma á föstu áætlunarflugi frá útlöndum til Akureyrar og Egilsstaða. Hann telur að Icelandair geti bætt flugtengingar innanlands við Keflavíkurflugvöll. Ráðherrann sat málþing um fjárfestingar í ferðaþjónustu á Austurlandi.

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, við Hótel Valaskjálf

Það voru mkil fundahöld á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum í gær. Samband sveitarfélaga á Austurlandi hélt aðalfund sinn. Þar var Sigurði Inga Jóhannssyni, innviðaráðherra, afhent Svæðisskipulag Austurlands og var nýr vefur skipulagsins kynntur. Síðast á dagskránni í Valaskjálf var málþing um fjárfestingar í ferðaþjónustu á Austurlandi.

Sigurður Ingi og aðstoðarmaður hans, Sigtryggur Magnason á málþinginu – MYND: ÓJ

Nú hefur þú hlustað á sveitarstjórnarfólk hér á Austurlandi og heyrt tóninni í þeim sem starfa við ferðaþjónustu og í tengslum við hana. Allir tala um vannýtt tækifæri á Austurlandi. Það sem fyrst og fremst vanti séu betri flugtengingar og að fjárfest sé í innviðum hér: samgöngumannvirkjum, hótelum og afþreyingarkostum. Hvernig horfir þetta við þér?

„Þetta hefur staðfest það sem maður hefur verið að vinna að og fólk hefur verið að tala um: að opna þurfi fleiri gáttir inn í landið, nýta alþjóðaflugvelli okkar betur, bæði á Egilsstöðum og Akureyri. Fyrir þennan huta landsins skiptir það miklu máli vegna þess að margir þeirra sem koma til landsins og lenda á Keflavíkurflugvelli hafa kannski ekki nægilega marga daga til að geta ferðast allan hringinn. Við þekkjum líka þensluna á Suður- og Suðvesturlandi. Það er einfalt að fara Gullna hringinn, í Reynisfjöru eða Jökulsárlón í einum spreng á einum degi.

Málþingið á Hótel Valaskjálf – MYND: Austurbrú

Þetta ákall er mjög skiljanlegt.  Við höfum reynt að svara því með stofnun flugþróunarsjóðs 2015, byggja upp þessa tvo varaflugvelli fyrir Keflavíkurflugvöll, sem um leið verða betur búnir til að taka á móti fleiri farþegum. Það verður hinsvegar dálítil áskorun að gera það. Við höfum séð það á undanförnum árum að stundum koma mjög jákvæðar fréttir en svo gufa þau tækifæri upp. Það er mikilvægt að halda áfram. Dropinn holar steininn. Kannski verður þetta alltof svona ströggl. Ég held að við verðum að viðurkenna að ef á að takast að byggja ferðaþjónustuna upp sem heilsársgrein allan hringinn þá verðum við að vera tilbúin að verja fjármunum í það – fjárfesta í greininni.”

Gamli bærinn á Seyðisfirði laðar fólk að – MYND: ÓJ

Þú ert fulltrúi ríkisvaldsins. Ekki ætlar ríkið að gera þetta allt saman. Væntanlega verða það einkaaðilar sem reka flugþjónustuna við landsbyggðina og byggja upp aðra innviði en flugvelli og vegi?

„Jú, það er rétt. Ég var hér í árdaga, uppúr 1990, ungur sveitarstjórnarmaður að vasast í ferðaþjónustu á Suðurlandi. Nú finn ég að svipað er að gerast hérna. Fólk reynir að bindast samtökum og finna sameiginlega framtíðarsýn. Mér finnst ég eins og staddur á fundi á Kirkjubæjarklaustri 1996. Við fengum um 200 þúsund ferðamenn og veltum fyrir okkur að kannski gætu þeir orðið 500 þúsund. Þá væri björninn unninn! Nú tæpum 30 árum síðar koma hingað rúmlega 2 milljónir ferðamanna en ákveðinn hluti af landinu er enn vannýttur. Fólkið sem býr í þeim landshlutum telur að tækifærin séu þar. En leiðin til að nýta þessi tækifæri er ekki bara sú að ríkið komi með fjármuni eða einhverja innviði. Fólkið verður sjálft að grípa tækifærin.”

Farið um Berufjörð – MYND: ÓJ

Er ástæða til að vera með meiri tilætlunarsemi í garð Icelandair – að flugfélagið sinni betur flugtengingum milli Keflavíkurflugvallar og flugvallanna á Akureyri og Egilsstöðum? 

„Innanlandsflugið hefur verið samtvinnað öðrum flugrekstri félagsins og fólk getur keypt ferðir alla leið, t.d. frá New York til Vestmannaeyja, Egilsstaða eða Akureyrar. Þannig skapast betri forsendur fyrir því að selja áfangastaði og dreifa ferðafólki.”

Þetta gengur hægt hjá Icelandair. Það eru ekki enn komnar beinar flugtengingar milli Keflavíkur og þessara staða sem þú nefndir úti á landi. 

„Já, þetta hikstaði. Covid-19 kom. Við verðum að umbera það. Ég hugsa að þeir geti gert betur á þessu sviði og veit ekki annað en að þeir séu tilbúnir til þess.”

Sumarmynd frá Egilsstaðaflugvelli – MYND: ÓJ

Þú heyrðir það hér á málþinginu í Valaskjálf að það voru mikil vonbrigði að þýskt flugfelag, Condor, sem hafði boðað komu sína til Egilsstaða og Akureyrar núna í sumar, hætti við þau áform. Þetta var bakslag og skiljanlegt að vonbrigði fylgi því.

„Já, þetta er eitt af því sem við verðum að sætta okkur við. Þetta tekur tíma og það getur komið eitt og eitt bakslag. Það þýðir ekki að við eigum að gefast upp. Tækifærin eru fyrir hendi. Ég hef heyrt svona sögur frá Nýja-Sjálandi, þar sem reynt hefur verið að gera hið sama. Þar sögðu menn að þetta væri auðvitað erfitt. Af því að tími ferðamannsins er knappur, þá vill hann fara þangað sem allir hinir fóru – til að upplifa það sama og allir hinir. En smátt og smátt verða til ferðamenn sem hafa komið til Íslands en vilja koma aftur og upplifa eitthvað annað. Þá er mikilvægt að til séu nýjar leiðir, nýjar opnanir – önnur tækifæri. Við eigum ekki að gefast upp.”

Landgangur í Norrænu – MYND: ÓJ

Ég skrapp til Seyðisfjarðar og fylgdist með umferðinni til og frá ferjuhöfninni. Erlendir ferðamenn aka þennan fjallveg yfir Fjarðarheiði ásamt heimafólki og okkur hinum. Manni þykir skiljanlegt að heimafólkið sé orðið óþreyjufullt í bið eftir veggöngum.

„Já, það hefur verið baráttumál Seyðfirðinga lengi. Við erum með hringtengingu Austurlands í jarðgangaáætlun. Þar eru Fjarðaheiðargöng fyrsti kosturinn. Auðvitað eru umræður um þann kost. Þetta yrðu lengstu göng á Íslandi og þeim fylgdi umtalsverður kostnaður. Þó að það sé fallegt og mikil upplifun á góðum degi að fara um Fjarðarheiði þá er það ekki gaman í hálku og vetrarfærð.”

Vegurinn á Fjarðarheiði – MYND: ÓJ

En er gaman að vera innviðaráðherra nú þegar kallað er eftir aðhaldi í ríkisfjármálunum?

„Það er gaman að því leyti að athyglin er mikil, eftirspurn og væntingar. Auðvitað er það þannig að við þurfum að gæta aðhalds í einhvern tíma. Stærsta verkefni okkar er að ná niður verðbólgunni til að líf okkar allra verði bærilegra. En ég er líka bjartsýnn – bæði til skemmri tíma og hvað þá til lengri tíma litið varðandi þau tækifæri sem Ísland býður upp á.”

Ferðafólk stöðvar til að skoða Gufufoss í Seyðisfirði – MYND: ÓJ

Það er hægt að teikna og gera áætlanir.

„Já, það er hægt og þarf ekki að kosta mjög mikið eða auka mikið þenslu. Ég vonast til að við getum haldið þokkalegum dampi en samgönguráðherrann myndi vilja gera miklu meira.

Brugðið á leik eftir viðtal – MYND: ÓJ

Nýtt efni

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …