Í ársbyrjun 2019 var skipaður stýrihópur sem hafði það hlutverk að setja fram drög að framtíðarsýn og leiðarljósi íslenskrar ferðaþjónustu til 2030. Verkefnið var unnið í samvinnu fulltrúa frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samtökum ferðaþjónustunnar og Stjórnstöð ferðamála.
Vegna kórónuveirufaraldursins var þessi vinna sett á ís en nú hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, skipað nýjan stýrihóp sem kemur saman í dag.